Sandra Mjöll ráðin framkvæmdastjóri RH Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 11:13 Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín HÍ/Kristinn Ingvarsson Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Raunvísindastofnunar Háskólans (RH). Hún tók við starfinu í byrjun ágúst. Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá. Vistaskipti Háskólar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sandra Mjöll er með doktorspróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu á sviði rekstrar, nýsköpunar og vísinda. Hún er ein af stofnendum Platome líftækni, kom að uppbyggingu fyrirtækisins frá grunni og var framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RH. Sandra Mjöll hefur einnig starfað sem aðjunkt við Læknadeild Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Florealis. Þá starfar hún einnig sjálfstætt sem ráðgjafi í nýsköpun með áherslu á rekstur í akademísku umhverfi. Jarðvísindastofnun HÍ undir hatti Raunvísindastofnunar Að sögn RH hefur Sandra Mjöll hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Hún var meðal annars valin frumkvöðull ársins hjá alþjóðlegu GWIIN-samtökunum árið 2017 og sama ár valdi Viðskiptablaðið Platome líftækni sprotafyrirtæki ársins. JCI samtökin hafa tvisvar tilnefnt hana til árlegrar viðurkenningar sem framúrskarandi ungur Íslendingur og hún hefur hlotið hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu. RH er sagður vettvangur viðamikilla grunnrannsókna á sviði raunvísinda sem leggur sérstaka áherslu á rannsóknir í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og jarðvísindum. Raunvísindastofnun rekur meðal annars Jarðvísindastofnun og Eðlisvísindastofnun auk þess sem rekstur Norræna eldfjallasetursins, Örtæknikjarnans og Efnagreiningarsetursins heyrir undir stofnunina. Síðasta árið undirstrikað mikilvægi vísindarannsókna Að sögn stofnunarinnar er nú unnið að tólf rannsóknarverkefnum með stuðningi úr evrópskum rannsóknasjóðum og tæplega 40 verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði Íslands. „Starfsemi Raunvísindastofnunar er alveg ótrúlega fjölbreytt og þar fæst framúrskarandi vísindafólk við margháttaðar rannsóknir, allt frá upphafi alheimsins yfir í hreyfingar á jarðskorpunni og eldgos,“ segir Sandra Mjöll í tilkynningu. „Þessi fjölbreytni gerir starfið mjög spennandi og minnir samtímis á mikilvægi þess að standa vörð um akademískt frelsi og styðja við grunnrannsóknir.“ Hún bætir við að síðustu átján mánuðir hafi undirstrikað mikilvægi öflugra vísindarannsókna og þess að geta leitað til sérfræðinga þegar á reynir, hvort sem er í heimsfaraldri eða náttúruvá.
Vistaskipti Háskólar Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira