„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2021 08:42 Magdalena Andersson er fædd í Uppsölum árið 1967 og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt. Getty Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022. Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Almennt er talið að fjármálaráðherra Svíþjóðar til síðustu sjö ára, Magdalena Andersson, sé líklegust til að verða fyrir valinu, en enn sem komið er hefur þó enginn stigið fram og boðið sig fram til formennsku. Hinn 54 ára Andersson hefur í sænsku fjölmiðlum verið kölluð „krónprinsessan“ og líta flestir til hennar þegar kemur að því að velja næsta formann. Hún þykir af mörgum hafa passað vel upp á fé sænskra skattborgara síðustu ár og hefur hún lýst sjálfri sér sem „nískasta fjármálaráðherranum“ innan Evrópusambandsins. Keppti í sundi Andersson er fædd í Uppsölum og á sínum yngri árum keppti hún mikið í sundi. Hún er hagfræðingur að mennt og á árunum 2007 til 2009 starfaði hún sem ráðgjafi Monu Sahlin, þáverandi formanns Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf hún störf sem forstöðumaður hjá sænskum skattayfirvöldum þar sem hún var til ársins 2012. Hún varð svo fjármálaráðherra árið 2014 í fyrstu ríkisstjórn Löfvens, embætti sem hún hefur gegnt æ síðan. Vegna þeirrar stöðu sem uppi er á sænska þinginu hefur minnihlutastjórn Löfvens, þurft að stýra landinu á fjárlögum sem borgaralegu flokkarnir hafa samþykkt á þingi. Magdalena Andersson og Stefan Löfven hafa verið saman í ríkisstjórn frá árinu 2014. Andersson sem fjármálaráðherra og Löfven sem forsætisráðherra.EPA Enn engin kona gegnt embættinu Svíþjóð er eina landið á Norðurlöndum þar kona hefur enn ekki gegnt embætti forsætisráðherra. Einungis ein kona hefur gegnt formennsku í Jafnaðarmannaflokknum – Mona Sahlin 2007 til 2011 – en á þeim árum var flokkurinn í stjórnarandstöðu. Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Löfvens í stóli formanns eru innanríkisráðherrann Mikael Damberg, orkumálaráðherrann Anders Ygeman og viðskiptaráðherrann Ardelan Shekarabi. Ekki sjálfsagt að nýr formaður verði forsætisráðherra Sá sem verður arftaki Löfvens sem formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó ekki sjálfkrafa forsætisráðherra. Þegar Löfven mun formlega biðjast lausnar verður hann starfandi forsætisráðherra á meðan forseti sænska þingsins ræðir við flokksformenn og veitir þeim sem þykir líklegastur til að geta myndað stjórn umboð til stjórnarmyndunar. Næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins verður þó vissulega í kjörstöðu til að mynda nýja stjórn, en sænska þingið þarf að greiða atkvæði um tillögu þingforsetans um næsta forsætisráðherra. Mjög mjótt er á munum milli fylkinga á sænska þinginu, en núverandi minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja er háð stuðningi bæði Vinstriflokksins og Miðflokksins. Kosningar fara næst fram í Svíþjóð haustið 2022.
Svíþjóð Tengdar fréttir Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Hættir sem forsætisráðherra og formaður Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér embætti sem forsætisráðherra og sem formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti Löfven í ávarpi nú fyrir hádegi. 22. ágúst 2021 11:06