Segir óskiljanlegt að sóttvarnir hér lúti ekki sömu lögum og erlendis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 14:50 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ræddu sóttvarnamál í Sprengisandi. Vísir Rökstyðja þarf hvers vegna sóttvarnareglur hér á landi til langs tíma lúti ekki sömu reglum og sóttvarnir erlendis. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir skýrum svörum frá sóttvarnayfirvöldum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í vikunni inn tillögum að langtímaaðgerðum hér á landi. Margir hafa gagnrýnt nýju reglurnar og sagt þær of flóknar, óskiljanlegar jafnvel. Þá gagnrýndi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, reglur um sóttkví barna og ungmenna í skoðanagrein sem birtist á Vísi í vikunni. Þar heldur hann því fram að við blasi að þúsundir barna muni lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum, sem muni leiða til mikilla raskana á vinnumarkaði. „Við erum að kalla eftir því að þessum spurningum verði svarað með sannfærandi hætti. Ef við eigum og þurfum að búa við stífari takmarkanir og strangari reglur en gengur og gerist annars staðar þarf að útskýra það,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásdís segir óskiljanlegt að ekki sé horft til annarra ríkja þar sem samfélög eru komin lengra með að læra að lifa með veirunni. „Við þurfum að horfa til annarra ríkja, við þurfum að læra að lifa með veirunni. Sem dæmi nefnum við hraðprófin, af hverju erum við ekki að nota þessi hraðpróf víðar, eins og við erum að sjá erlendis. Sem betur fer erum við að sjá að það virðist vera samhljómur, hvort sem það er hjá stjórnarandstöðunni eða fulltrúum stjórnarflokkanna, finnst mér nú flestir vera sammála okkur, að við þurfum að eiga þetta samtal,“ segir Ásdís. Leita þurfi leiða hvernig við Íslendingar getum lifað sem eðlilegustu lífi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta. Hún hafi þó viljað fylgja ráðum sóttvarnalæknis þar sem hann sé helsti sérfræðingur þjóðarinnar í sóttvörnum og faraldursfræðum. „En ég er alveg sammála þó þeirri línu sem kemur fram í máli Ásdísar og SA að við verðum að leita allra mögulegra leiða til að samfélagið geti starfað með sem eðlilegustum hætti. Þar hef ég annars vegar talað um þessi próf á landamærum og svo þessi hraðpróf. Af því að samfélagið til dæmis víða um Evrópu gengur á sem eðlilegastan hátt einmitt út af notkun á hraðprófum,“ segir Helga Vala. Vandinn liggi í því að vilji sé fyrir hendi að halda samfélaginu opnu, að fólk þurfi sem minnst að fara í sóttkví og smitgát en svo aftur á móti séu foreldrar barna í skólum starfsmenn innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins þar sem starfað er með viðkvæmum einstaklingum. „Það er þetta fólk sem við erum öll sammála um að við verðum að vernda af því að heilbrigðiskerfið okkar er svo viðkvæmt út af pólitískum ákvörðunum að það ræður ekki við þetta,“ segir Helga. „Hraðpróf má mjög auðveldlega nota og þau eru notuð út um allan heim.“ Ásdís áréttar það að Samtök atvinnulífsins meini ekki að sóttvarnalæknir hafi rangt fyrir sér í sínum tillögum. Þau kalli hins vegar eftir því að þær tillögur séu rökstuddar. „Af því að verið erum að sjá það og finnum það, þau sem hafa ferðast erlendis í sumar, hvernig staðan er allt önnur þar. Þar er mun meira frelsi, það eru minni takmarkanir. Við erum að upplifa allt annað líf erlendis og það er auðvitað eðlileg krafa að sóttvarnayfirvöld komi og útskýri, með betri rökum en verið hefur, af hverju við erum að sjá þessar takmarkanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00 Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í vikunni inn tillögum að langtímaaðgerðum hér á landi. Margir hafa gagnrýnt nýju reglurnar og sagt þær of flóknar, óskiljanlegar jafnvel. Þá gagnrýndi Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, reglur um sóttkví barna og ungmenna í skoðanagrein sem birtist á Vísi í vikunni. Þar heldur hann því fram að við blasi að þúsundir barna muni lenda í sóttkví og fullbólusettir foreldrar þeirra og systkini í mörgum tilvikum, sem muni leiða til mikilla raskana á vinnumarkaði. „Við erum að kalla eftir því að þessum spurningum verði svarað með sannfærandi hætti. Ef við eigum og þurfum að búa við stífari takmarkanir og strangari reglur en gengur og gerist annars staðar þarf að útskýra það,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ásdís segir óskiljanlegt að ekki sé horft til annarra ríkja þar sem samfélög eru komin lengra með að læra að lifa með veirunni. „Við þurfum að horfa til annarra ríkja, við þurfum að læra að lifa með veirunni. Sem dæmi nefnum við hraðprófin, af hverju erum við ekki að nota þessi hraðpróf víðar, eins og við erum að sjá erlendis. Sem betur fer erum við að sjá að það virðist vera samhljómur, hvort sem það er hjá stjórnarandstöðunni eða fulltrúum stjórnarflokkanna, finnst mér nú flestir vera sammála okkur, að við þurfum að eiga þetta samtal,“ segir Ásdís. Leita þurfi leiða hvernig við Íslendingar getum lifað sem eðlilegustu lífi. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur undir þetta. Hún hafi þó viljað fylgja ráðum sóttvarnalæknis þar sem hann sé helsti sérfræðingur þjóðarinnar í sóttvörnum og faraldursfræðum. „En ég er alveg sammála þó þeirri línu sem kemur fram í máli Ásdísar og SA að við verðum að leita allra mögulegra leiða til að samfélagið geti starfað með sem eðlilegustum hætti. Þar hef ég annars vegar talað um þessi próf á landamærum og svo þessi hraðpróf. Af því að samfélagið til dæmis víða um Evrópu gengur á sem eðlilegastan hátt einmitt út af notkun á hraðprófum,“ segir Helga Vala. Vandinn liggi í því að vilji sé fyrir hendi að halda samfélaginu opnu, að fólk þurfi sem minnst að fara í sóttkví og smitgát en svo aftur á móti séu foreldrar barna í skólum starfsmenn innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins þar sem starfað er með viðkvæmum einstaklingum. „Það er þetta fólk sem við erum öll sammála um að við verðum að vernda af því að heilbrigðiskerfið okkar er svo viðkvæmt út af pólitískum ákvörðunum að það ræður ekki við þetta,“ segir Helga. „Hraðpróf má mjög auðveldlega nota og þau eru notuð út um allan heim.“ Ásdís áréttar það að Samtök atvinnulífsins meini ekki að sóttvarnalæknir hafi rangt fyrir sér í sínum tillögum. Þau kalli hins vegar eftir því að þær tillögur séu rökstuddar. „Af því að verið erum að sjá það og finnum það, þau sem hafa ferðast erlendis í sumar, hvernig staðan er allt önnur þar. Þar er mun meira frelsi, það eru minni takmarkanir. Við erum að upplifa allt annað líf erlendis og það er auðvitað eðlileg krafa að sóttvarnayfirvöld komi og útskýri, með betri rökum en verið hefur, af hverju við erum að sjá þessar takmarkanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Sprengisandur Tengdar fréttir Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16 Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00 Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Mælt með að annað foreldrið fari með barni í sóttkví Fullbólusettir foreldrar barna sem lenda í sóttkví þurfa strangt til tekið ekki að fara í sóttkví með þeim. Þeir mættu þó ekki umgangast barnið eða vera í návígi við það á meðan það tekur út sóttkví sína. 21. ágúst 2021 23:16
Veltir fyrir sér hve mikil breyting verði á sóttkví í reynd Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hversu mikil breyting verði á reglum um sóttkví í raun og veru. Hún kallar eftir skýrri framtíðarsýn stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. 21. ágúst 2021 14:00
Vill að almannavarnir biðji foreldra afsökunar Faðir stúlku á leikskóla, sem lenti í sóttkví eftir að smit kom upp hjá starfsmanni skólans, segir að almannavarnir hafi ranglega sent fullbólusetta foreldra barna skólans í sóttkví. Hann áttaði sig á því í gær að það stangaðist á við leiðbeiningar sóttvarnalæknis og þegar hann benti almannavörnum á það var honum sagt að hann þyrfti aðeins að vera í svokallaðri smitgát. 20. ágúst 2021 23:36