Það sem enginn þorir að ræða! Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 20. ágúst 2021 11:31 Grænir orkugjafar hafa verið grundvöllur lífsskilyrða í landinu og knúið efnahagslífið áfram. Við Íslendingar höfum náð eftirtektarverðum árangri við útskiptum jarðefnaeldsneytis fyrir hreina orkugjafa og nú liggur fyrir að taka þarf enn stærri skref. Stóra áskorunin sem við stöndum frammi fyrir felst í orkuskiptum í samgöngum á landi, lofti og sjó. Flestir virðast vera sammála því að ráðast þurfi í orkuskipti – hins vegar nálgast enginn umræðuna út frá því hvaðan sú græna orka eigi að koma. Samkvæmt orkustefnu Íslands er markmiðið að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Þetta er loftlagsvænt og efnahagslegt markmið. Við sem þjóð erum í einstakri stöðu á heimsvísu til að auka nýtingu innlendra, hagkvæmra og hreinna orkugjafa í samgöngum til að ná þessu markmiði. Aukin eftirspurn eftir grænni orku Ljóst er að orkuþörf heimsins muni aukast á komandi árum. Þjóðir allt í kringum okkur gera ráð fyrir umtalsvert aukinni orkuþörf og áskorunin sem er að tryggja að þessari þörf sé mætt með grænni orku. Því er viðbúið að verðmæti hennar muni vaxa á komandi árum. Samkvæmt núverandi raforkuspá fyrir Ísland er gert ráð fyrir að orkuþörf hér á landi geti aukist um tæplega 60% til ársins 2050 í stærstu sviðsmyndinni. Stoðir samfélagsins, atvinnulífið sem og heimilin í landinu, munu áfram þurfa græna orku. Þar að auki þarf orku í orkuskiptin. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að veita okkur aukna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu orkukostina. Græn orka - olía Íslands Líkt og orkustefnan kemur inn á eykur það hagkvæmni og dregur úr áhættu að hafa fjölbreyttar lausnir í grænni orkuöflun. Vatnsorka, vindorka og jarðvarmi eru orkukostir sem horfa þarf til ef mæta á aukinni orkuþörf á komandi árum, en þessir valkostir eru ein stærsta auðlind Íslendinga. Því skýtur skökku við hvernig ýmsir ráðamenn, sem vilja ýta þessum óumflýjanlegu orkuskiptum hratt og vel í gegnum kerfið, skirrast við að ræða hvaðan hreina orkan á að koma. Vilja jafnvel þrengja að tækifærum þjóðarinnar til grænnar orkuframleiðslu eins og tillögur um Hálendisþjóðgarð sýna glöggt. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu samhengi, ef bæði fyrirsjáanleg aukning í orkunotkun Íslendinga og aukin orkuþörf í orkuskiptin eiga að geta átt sér stað er nauðsynlegt að ræða af fullri alvöru hvaðan við eigum að fá innlendu grænu orkuna sem á að koma í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Lykillinn að árangri í loftlagsmálum Íslendingar hafa sýnt það í gegnum árin að við höfum þekkingu og reynslu að virkja náttúruna og á sama tíma umgangast landið okkar af virðing og varfærni. Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku. Fáir eru í betri færum til að taka orkuskipti alla leið, byrja á bílaflotanum, horfa svo til vinnuvéla og skipaflotans og loks til flugsamgangna í framtíðinni, eftir því sem grænni tækni fleygir fram. Traustir orkuinnviðir um land allt eru lykillinn að að þessari umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við gætum náð. Því er mikilvægt að hugsa og nálgast málin af skynsemi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka ákvarðanir sem koma sér vel fyrir framtíðarkynslóðir í landinu til lengri tíma. Ef við ætlum að vera forystuþjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Það liggur í augum uppi. Skynsemin liggur á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Grænir orkugjafar hafa verið grundvöllur lífsskilyrða í landinu og knúið efnahagslífið áfram. Við Íslendingar höfum náð eftirtektarverðum árangri við útskiptum jarðefnaeldsneytis fyrir hreina orkugjafa og nú liggur fyrir að taka þarf enn stærri skref. Stóra áskorunin sem við stöndum frammi fyrir felst í orkuskiptum í samgöngum á landi, lofti og sjó. Flestir virðast vera sammála því að ráðast þurfi í orkuskipti – hins vegar nálgast enginn umræðuna út frá því hvaðan sú græna orka eigi að koma. Samkvæmt orkustefnu Íslands er markmiðið að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Þetta er loftlagsvænt og efnahagslegt markmið. Við sem þjóð erum í einstakri stöðu á heimsvísu til að auka nýtingu innlendra, hagkvæmra og hreinna orkugjafa í samgöngum til að ná þessu markmiði. Aukin eftirspurn eftir grænni orku Ljóst er að orkuþörf heimsins muni aukast á komandi árum. Þjóðir allt í kringum okkur gera ráð fyrir umtalsvert aukinni orkuþörf og áskorunin sem er að tryggja að þessari þörf sé mætt með grænni orku. Því er viðbúið að verðmæti hennar muni vaxa á komandi árum. Samkvæmt núverandi raforkuspá fyrir Ísland er gert ráð fyrir að orkuþörf hér á landi geti aukist um tæplega 60% til ársins 2050 í stærstu sviðsmyndinni. Stoðir samfélagsins, atvinnulífið sem og heimilin í landinu, munu áfram þurfa græna orku. Þar að auki þarf orku í orkuskiptin. Það er því forgangsmál að skoða hvaða möguleikar eru fýsilegir til að veita okkur aukna orku og mikilvægt að greina og velja hagkvæmustu orkukostina. Græn orka - olía Íslands Líkt og orkustefnan kemur inn á eykur það hagkvæmni og dregur úr áhættu að hafa fjölbreyttar lausnir í grænni orkuöflun. Vatnsorka, vindorka og jarðvarmi eru orkukostir sem horfa þarf til ef mæta á aukinni orkuþörf á komandi árum, en þessir valkostir eru ein stærsta auðlind Íslendinga. Því skýtur skökku við hvernig ýmsir ráðamenn, sem vilja ýta þessum óumflýjanlegu orkuskiptum hratt og vel í gegnum kerfið, skirrast við að ræða hvaðan hreina orkan á að koma. Vilja jafnvel þrengja að tækifærum þjóðarinnar til grænnar orkuframleiðslu eins og tillögur um Hálendisþjóðgarð sýna glöggt. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu samhengi, ef bæði fyrirsjáanleg aukning í orkunotkun Íslendinga og aukin orkuþörf í orkuskiptin eiga að geta átt sér stað er nauðsynlegt að ræða af fullri alvöru hvaðan við eigum að fá innlendu grænu orkuna sem á að koma í stað innflutts jarðefnaeldsneytis. Lykillinn að árangri í loftlagsmálum Íslendingar hafa sýnt það í gegnum árin að við höfum þekkingu og reynslu að virkja náttúruna og á sama tíma umgangast landið okkar af virðing og varfærni. Ef þjóðin heldur rétt á spilunum eru mikil tækifæri á Íslandi falin í öflun á grænni orku. Fáir eru í betri færum til að taka orkuskipti alla leið, byrja á bílaflotanum, horfa svo til vinnuvéla og skipaflotans og loks til flugsamgangna í framtíðinni, eftir því sem grænni tækni fleygir fram. Traustir orkuinnviðir um land allt eru lykillinn að að þessari umbreytingu og þeim árangri í loftlagsmálum sem við gætum náð. Því er mikilvægt að hugsa og nálgast málin af skynsemi, vega og meta þá kosti sem eru í boði og taka ákvarðanir sem koma sér vel fyrir framtíðarkynslóðir í landinu til lengri tíma. Ef við ætlum að vera forystuþjóð á sviði grænnar orku – þá þurfum við að afla hennar. Það liggur í augum uppi. Skynsemin liggur á miðjunni. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun