Hætta á að ungt fólk hætti að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á netinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:26 Hætta er talin á að ungt fólk hætti að taka þátt í opinberum umræðum á netinu vegna áreitis sem það verður fyrir. Getty Ungt fólk er mun líklegra en eldri kynslóðir til að verða fyrir neteinelti, hatursorðræðu og háðung í athugasemdakerfum. Áhyggjur eru uppi um að raddir ungs fólks hverfi úr lýðræðislegri umræðu á netinu. Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira