Dauðinn í sjókvíunum er þekktur hjá eftirlitsstofnunum og á Alþingi Arndís Kristjánsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 14:31 Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár höfum við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum (The Icelandic Wildlife Fund) margsinnis vakið athygli á hræðilegum aðbúnaði eldislaxa í sjókvíum hér við land og annars staðar. Þetta ástand er dapurleg staðreynd sem eftirlitsstofnanir vita fullvel um. Við höfum ítrekað reynt að fá svör frá fulltrúum Matvælastofnunar (MAST) um hvað stofnunin telur vera „óeðlileg afföll“ einsog orðalagið er í lagatextanum um fiskeldi og stofnunin starfar eftir. Með öðrum orðum, hvaða tölur eða prósentur af fjölda dauðra eldisdýra miðar MAST við? Starfsfólk MAST hefur ekki viljað veita þær upplýsingar. Hitt er löngu þekkt að sjókvíaeldisfyrirtækin sjálf gera ráð fyrir í rekstraráætlunum sínum að um 20 prósent af eldislöxunum þola ekki vistina í sjókvíunum. Veitingastaðir og fiskbúðir sem ekki bjóða lax úr sjókvíaeldi eru með þennan miða sýnilegan. Þekkt á Alþingi líka Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári. Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður. Og fólkið sem situr á Alþingi, og setur lögin sem sjókvíaeldið starfar eftir hér á landi, á að vita það líka. Um síðustu jól sendum við hjá IWF öllum þingmönnum landsins bókina Undir yfirborðinu, eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik sem Magnús Þór Hafsteinsson þýddi. Í henni er einmitt kafli um þessa ömurlegu hlið sjókvíaeldisins. Í tilefni þeirra hræðilegu mynda sem kajakræðarinn og baráttukonan Veiga Grétarsdóttir tók í sjókvíum Arnarlax og Arctic Sea Farm benti Magnús Þór á kafla úr bók Sandvik í umræðum á Facebook síðu IWF. Hér er þessi upprifjun Magnúsar: Allir Alþingismenn fengu fyrir síðustu jól bókina Undir yfirborðinu eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik að gjöf frá Íslenska náttúruverndarsjóðnum. „Höfundur bókarinnar Undir yfirborðinu - Norska laxeldisævintýrið, lærdómur fyrir Íslendinga, sem ég þýddi og kom út hér á landi í fyrra, skrifar eftirfarandi á bls. 349-350 í íslensku útgáfunni: „Um 20 prósent af öllum fiski, sem er settur út í sjókvíar, drepst áður en hann nær sláturstærð. Greinin hefur í mörg ár lifað við þessi afföll. Vera má að góð hagnaðarvon í þeim fiski, sem þraukar lífsferil sinn fram til slátrunar, valdi því að menn geti kært sig kollótta fjárhagslega séð þó að fimmtungur búsmalans, sem þeir fóðri, leggi upp laupana áður en hægt er að gera úr honum verðmæti. Það er ekki einungis smáfiskurinn sem drepst, stærri laxar drepast líka í auknum mæli. En þó að þetta skipti ef til vill ekki miklu í atvinnuvegi sem skilað getur ofsagróða, segir það sig sjálft að það er ekki jákvætt út frá sjónarmiðum dýravelferðar að svo mikið af fiski drepist. Eldislax í sjókví á Vestfjörðum.Veiga Grétarsdóttir Vera má að menn slævi samvisku sína með því að kenna laxinum sjálfum um þetta. Hann er jú svo svipbrigðalaus og augu hans svo köld. Fiskurinn hefur takmarkaða möguleika til að sýna hvort honum líði vel eða illa allt þar til hann syndir við þröskuld dauðans. Hann getur ekki vakið samúð manna eins og landdýrin með sín stóru björtu augu sem lýsa tilfinningum. Sjálf efast ég um að nokkur bóndi fengi að halda áfram með dýr sín og búrekstur, og í ofanálag leyfi til að færa út kvíarnar, ef sá hinn sami yrði uppvís að því að fimmta hvert húsdýr veslaðist upp og dræpist á básum, í stíum og búrum á býli hans.” Við hjá IWF vonum innilega að þeir þingmenn sem fengu bókina að gjöf frá okkur hafi lesið hana. Og enn frekar að sá hluti þeirra sem tekur aftur sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust beiti sér fyrir breytingum á lögum um fiskeldi í samvinnu við nýtt fólk á þingi. Krónan selur lax úr landeldi og merkir að sjálfsögðu umbúðirnar. Óboðleg aðferð Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Það er vont fyrir eldisdýrin, umhverfið í nálægð við kvíarnar og lífríkið í víðsfjarri þeim líka. Við vekjum athygli þeirra sem vilja hafa lax í matinn að margar fiskbúðir og sumar stórverslanir selja aðeins lax úr landeldi. Þá hefur fjöldi veitingastaðafyrir löngu ákveðið að bjóða ekki upp á lax úr sjókvíaeldi. Við hvetjum ykkur lesendur góðir til að sniðganga lax sem er alinn í sjókvíum. Leitið að merkingum, spyrjið um upprunann. Styðjum ekki iðnað sem er svona vondur við eldisdýrin. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar