Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök Sigmundar Davíðs óþolandi Birgir Olgeirsson skrifar 15. ágúst 2021 14:52 Eitt þeirra álvera sem starfrækt er á Íslandi. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Landverndar segir rök virkjanasinna hér á Íslandi, um að aukin álframleiðsla hér á landi minnki losun, algjörlega óþolandi. Þetta sagði framkvæmdastjórinn eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafði haldið þessu fram á landsfundi Miðflokksins. Þau mættust í Sprengisandi ásamt umhverfisráðherra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi. Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hélt því fram á Landsfundi flokksins að umhverfinu væri meiri greiði gerður með nýju álveri en loftslagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Sagði hann að með því að opna nýtt álver á Íslandi minnkaði þörfin á nýju álveri í Kína sem notaðist við kol. Framkvæmdastjóri Landverndar sagði þessi rök ekki ganga upp. „Með því að framleiða ál á Íslandi, erum við að auka framleiðsluna. Þá lækkum við heimsmarkaðsverðið. Við erum að draga úr líkunum á því að ál sé endurunnið því framleiðsla á nýju áli verður svo ódýr. Þá eru miklu minni líkur á að ál sé endurunnið. Ál er frábær málmur inn í hringrásarhagkerfið en við erum ekki að nýta það sem skyldi því það er svo ódýrt að framleiða nýtt ál. Þannig að þetta dæmi með álverin er gjörsamlega óþolandi,“ sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Sigmundur hefur þó bætt því jafnan við að hann sé ekki að leggja til að álverum verði fjölgað og framleiðslan aukin, heldur nefnir hann þetta sem dæmi til að sýna fram á mikilvægi þess að Íslendingar nýti endurnýjanlega orku sína vel. Í Sprengisandi taldi Sigmundur Davíð orð framkvæmdastjóra Landverndar vera sérkennilega hagfræðikenningu. „Það er þörf fyrir ál í heiminum. Það er umhverfisvænt. Það er léttur málmur sem hjálpar til við að gera heiminn umhverfisvænni á ýmsan hátt. Ef við lokuðum álverum á Íslandi þá myndi ekki draga úr eftirspurn af því Íslendingar hættu að framleiða ál. Það myndi bara auka svigrúmið til að fjölga álverum í Kína. Það er ákveðin eftirspurn, hún er til staðar og mun bara aukast. Eftirspurn eftir orku hefur aukist áratugum saman, um tvö prósent á ári sirka, og mun gera það áfram. Allir þessir nýju endurnýjanlegu orkugjafar, það hvergi nærri dugar til að halda bara í við aukninguna. Ábyrgð Íslendinga að nýta sýna endurnýjanlegu orku er mikil,“ sagði Sigmundur Davíð í Sprengisandi. Umhverfisráðherra gat ekki fallist á að loftslagsstefna ríkisstjórnarinnar sé afturhaldssöm. Það er staðreynd í hvað stefnir og verkefnið er að snúa því við. Í því verkefni felast tækifæri til að umbylta heiminum okkar með þeim hætti að hann verði grænni og betri. Þannig búum við til framleiðni. Þannig búum við til störf. En við verðum að huga að því að þetta bitni ekki á þeim sem hafa minna á milli handanna. Það verða að vera sanngjörn umskipti og það er risastórt verkefni til að takast á við með mótvægisaðgerðum,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Hér má heyra umræðuna í Sprengisandi.
Umhverfismál Stóriðja Miðflokkurinn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira