„Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. ágúst 2021 12:24 Þórólfur segir að hann verði fljótur að bregðast við mögulegu neyðarkalli spítalans. Vísir/Vilhelm Fari svo að Landspítalinn lýsi yfir neyðarástandi vegna álags, yrði sóttvarnalæknir fljótur að skila inn tillögum að hertum sóttvarnaráðstöfunum innanlands og minnir á að fækkun smitaðra í samfélaginu taki minnst tvær vikur að skila sér með tilliti til álags á spítalann. Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Líkt og áður hefur verið fjallað um hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagt að hann muni skila tillögum að hertum innanlandsaðgerðum, fari það svo að Landspítalinn sendi frá sér neyðarkall vegna álagsins sem faraldurinn hefur valdið þar. Ef það gerist, segist hann munu bregðast hratt við með nýjum tillögum. „Ég yrði mjög fljótur að henda inn tillögum en svo er það bara spurning um ráðherra og stjórnvöld, hvað þau myndu gera með það. Ég þori nú ekki að segja neitt til um það,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að fækkun tilfella í samfélaginu taki um tvær til þrjár vikur að skila sér inn á spítalann, með tilliti til fjölda innlagna. „Ef það er þá höfum við ekkert annað uppi í erminni til að bjarga spítalanum og heilbrigðiskerfinu nema að reyna að fækka tilfellunum í samfélaginu. Það þekkjum við frá því fyrr í faraldrinum og vitum hvað við þurfum að gera til að fækka tilfellum í samfélaginu. Við verðum bara að beita því.“ Vill ekki oftúlka tölurnar Áttatíu og þrír greindust með veiruna innanlands í gær, en dagana tvo á undan voru nýgreindir yfir hundrað. Þórólfur vill þó ekki oftúlka þessar tölur. „Vel að merkja voru heldur færri sýni tekin, þannig að ég ætla ekki að fara að túlka þetta of sterkt. Auðvitað er ánægjulegt að sjá lægri tölur en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að sjá tölurnar lægri nokkra daga í röð til að geta túlkað þær, en þetta er allavega ekki að fara á verri veginn, getum við sagt,“ segir Þórólfur. Þrjátíu eru nú inniliggjandi á Landspítalanum en þeim fækkaði um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur fækkað um einn á síðasta sólarhring. Fjórir eru í öndunarvél. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir stöðuna viðráðanlega með tilliti til fjölda innlagna og mönnunar á þessum tímapunkti. Róðurinn sé þó tekinn að þyngjast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01 Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39 Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Minnst 83 greindust með kórónuveiruna í gær Í gær greindust að minnsta kosti 83 innanlands með Covid-19, þar af 49 utan sóttkvíar. Alls liggja 30 sjúklingar inni á Landspítala og hefur þeim því fækkað um tvo frá því í gær. Sjö eru á gjörgæslu með Covid-19 og hefur þeim fækkað um einn frá því í gær. 14. ágúst 2021 11:01
Erfitt að geta ekki brosað til fólks „Við erum að reyna að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Við þurfum að taka þetta klukkutíma fyrir klukkutíma, ekki einn dag í einu. Þetta krefst útsjónarsemi og sveigjanleika, en við viljum náttúrulega allt fyrir alla gera þannig að við leysum þetta – en ekki án kostnaðrar starfsfólks,“ segir Sigrún Ásgeirsdóttir, starfandi yfirlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans. 13. ágúst 2021 19:39
Gjörgæslan sprungin og sjúklingar sendir til Akureyrar Gjörgæsludeild Landspítalans er yfirfull og þarf því að senda sjúklinga á sjúkrahúsið á Akureyri. Þrettán í heildina eru á gjörgæslu, þar af átta með kórónuveiruna. Fimm eru í öndunarvél. Ólafur G. Skúlason, forstöðumaður gjörgæsludeildar, segir að lítið megi út af bregða. 13. ágúst 2021 12:55