Kallar eftir umræðu um Bjarna Ben Snorri Másson skrifar 14. ágúst 2021 09:17 Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður, fer yfir sviðið í viðtali við Fréttablaðið í dag. Hann hefur þegar hafið störf hjá útgáfufélagi blaðsins, Torgi, þar sem hann heldur úti pólitískum umræðuþáttum á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fráfarandi fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að Sjálfstæðismenn hljóti að ræða það hvort fullreynt sé að ná árangri með núverandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni. Í aðdraganda brotthvarfs síns af þingi hefur Páll verið gagnrýninn á stöðu flokksins, meðal annars með grein sem hann skrifaði í sumar um slakt fylgið og nú síðast í viðtali við Fréttablaðið. Páll segir við Fréttablaðið: „Hollusta við formann má ekki breytast í meðvirkni, því þá er hún skaðleg. Sjálfstæðismenn hljóta að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni og forystu.“ Í grein sinni í sumar benti Páll á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. „Stundum finnst mér að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn nokkurs konar framkvæmdastjóri Íslands. Hann hefur verið lengi í ríkisstjórn og formaðurinn lengi í fjármálaráðuneytinu,“ segir Páll í viðtali við Fréttablaðið. Þetta orsaki það að hugsjónir og raunveruleg stjórnmál víki fyrir skriffinnsku og embættisræði. „Í Sjálfstæðisflokknum hefur skapast andrými fyrir þá skoðun að þú sért að bregðast flokknum með því að gagnrýna forystuna,“ segir Páll. „Ég vil hins vegar meina að þú sért að bregðast með því að gera það ekki þegar þörf er á, eins og nú er.“ Aðrir þættir en lýðræðislegt umboð veiti mönnum ráðuneyti Í viðtalinu berst talið einnig að undrun Páls á að hafa ekki verið boðið ráðuneyti við myndun síðustu ríkisstjórnar þrátt fyrir að hafa leitt listann í stóru kjördæmi. „Á þessum fimm árum áttaði ég mig hins vegar á því að ég hefði ekkert þurft að verða svona hissa. Ég kom utan frá í pólitíkina án þess að eiga mér neitt bakland eða sögu í flokknum. Það getur verið býsna torsótt inni í Sjálfstæðisflokknum. Þegar kemur að ráðuneytum skiptir það ekki endilega mestu máli að hafa sem sterkast lýðræðislegt umboð, heldur ráða aðrir þættir meiru um það.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. 9. ágúst 2021 11:22 Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því. 3. júlí 2021 12:49 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Í aðdraganda brotthvarfs síns af þingi hefur Páll verið gagnrýninn á stöðu flokksins, meðal annars með grein sem hann skrifaði í sumar um slakt fylgið og nú síðast í viðtali við Fréttablaðið. Páll segir við Fréttablaðið: „Hollusta við formann má ekki breytast í meðvirkni, því þá er hún skaðleg. Sjálfstæðismenn hljóta að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni og forystu.“ Í grein sinni í sumar benti Páll á að undir forystu Geirs Hallgrímssonar og Davíðs Oddssonar hafi meðtalsfylgið verið í kringum 37% en frá því að Bjarni Benediktsson hafi tekið við keflinu hafi það verið í kringum 26%. „Stundum finnst mér að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn nokkurs konar framkvæmdastjóri Íslands. Hann hefur verið lengi í ríkisstjórn og formaðurinn lengi í fjármálaráðuneytinu,“ segir Páll í viðtali við Fréttablaðið. Þetta orsaki það að hugsjónir og raunveruleg stjórnmál víki fyrir skriffinnsku og embættisræði. „Í Sjálfstæðisflokknum hefur skapast andrými fyrir þá skoðun að þú sért að bregðast flokknum með því að gagnrýna forystuna,“ segir Páll. „Ég vil hins vegar meina að þú sért að bregðast með því að gera það ekki þegar þörf er á, eins og nú er.“ Aðrir þættir en lýðræðislegt umboð veiti mönnum ráðuneyti Í viðtalinu berst talið einnig að undrun Páls á að hafa ekki verið boðið ráðuneyti við myndun síðustu ríkisstjórnar þrátt fyrir að hafa leitt listann í stóru kjördæmi. „Á þessum fimm árum áttaði ég mig hins vegar á því að ég hefði ekkert þurft að verða svona hissa. Ég kom utan frá í pólitíkina án þess að eiga mér neitt bakland eða sögu í flokknum. Það getur verið býsna torsótt inni í Sjálfstæðisflokknum. Þegar kemur að ráðuneytum skiptir það ekki endilega mestu máli að hafa sem sterkast lýðræðislegt umboð, heldur ráða aðrir þættir meiru um það.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. 9. ágúst 2021 11:22 Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því. 3. júlí 2021 12:49 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. 9. ágúst 2021 11:22
Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því. 3. júlí 2021 12:49