Hættið þessari vitleysu og látið Landspítalann fá pening Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. ágúst 2021 19:01 Ég er algjörlega hættur að skilja þessa ríkisstjórn. Er þetta einhver sértrúarsöfnuður? Við erum í miðri stjórnlausri bylgju cóvid-smita sem veldur miklu álagi á Landspítalann. Í dag voru til dæmis þrettán á gjörgæsludeild spítalans, sem er aðeins mönnuð til að sinna tíu manns. Af þessum þrettán eru átta með cóvid og þar af fimm í öndunarvél. En hvert er vandamálið? Vandinn er ekki átta sjúklingar með cóvid heldur sú staðreynd að Landspítalinn leggst á hliðina þegar þrettán þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Er það eðlilegt að Landspítalinn anni bara tíu manns á gjörgæslu? Nei, auðvitað ekki. Það er fráleit staða. Sveltistefna stórskaðar gjörgæslu Áður en kórónafaraldurinn skall á var ljóst að niðurskurður og sveltistefna stjórnvalda á Íslandi hafði keyrt heilbrigðiskerfið og Landspítalann niður á nokkurs konar varanlegt hættustig. Fyrir faraldurinn voru hér aðeins 12 virk gjörgæslurými á Landspítalanum og 3 á Akureyri. Fimmtán gjörgæslurými á landinu gera rétt rúmlega 4 rúm á hverja hundrað þúsund íbúa. Meðaltal Evrópuríkjanna var á sama tíma 11,5 gjörgæslurými á hverja 100 þúsund íbúa. Til að ná upp í meðaltal Evrópu hefði þurft að fjölga rýmum hér um 28. Sveltistefnan nýfrjálshyggjunnar hafði ill áhrif víða um Evrópu á síðustu áratugum, eins og kom í ljós í kórónufaraldrinum. En óvíða hafði þessi sveltistefna gengið jafn langt og hérlendis. Nýfrjálshyggja íslenskra stjórnvalda síðustu þrjá áratugina hafði brotið spítalaþjónustu hérlendis niður á stig miklu fátækari landa. Hingað til höfum við verið ágætlega heppin í kórónafaraldrinum. Smit meðal hinna elstu og veikustu voru ekki eins mörg og í sumum öðrum löndum. Það reyndi því ekki eins mikið á heilbrigðiskerfið hér og í löndum þar sem faraldurinn lagði betur stödd heilbrigðiskerfi á hliðina. En hættan vofir yfir. Ekki vegna þess að yfirstandandi bylgja cóvid-smita sé svo skaðleg, heldur vegna þess að stjórnlaus nýfrjálshyggjustefna hefur keyrt heilbrigðiskerfið niður á hnén og stjórnvöld ætla ekki að skipta um stefnu. Ríkisstjórnin forherðist Frammi fyrir þessum augljósu staðreyndum forherðist ríkisstjórnin. Hún neitar að horfast í augu við vandann og augljósa lausn hans. Það þarf að fjölga gjörgæslurýmum, bæði fljótt til skemmri tíma en líka varanlega. Kórónafaraldurinn afhjúpaði heimsku og fífldirfsku nýfrjálshyggjunnar og nauðsyn þess að leggja af þessa svelti- og niðurrifsstefnu. Í stað þess að bregðast við eins og fullorðið fólk þá láta ráðherrarnir eins og krakkar frammi fyrir þessari stöðu. Þeir skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landsspítalans, sem eru ekki gerendur heldur þolandi heimskrar heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Ráðherrarnir héldu maraþonfundi og komu út með þá niðurstöðu að þeir væru tilbúnir að fjármagna flutning 30 sjúklinga frá Landspítalanum, en alls ekki meir. Þessari smávægilegu aðgerð fylgdu vanalegar skammir, yfirlýsingar um slælega framleiðni á spítalanum og eitthvað sem átti að líta út sem kennsla í stjórnun í rekstri (frá ráðherrum sem hafa ýmist alls enga slíka reynslu eða algjörlega afleita). Er ekki komið nóg af þessari þrjósku, forherðingu og ábyrgðarleysi? Er ekki nóg að stjórnvöldum hafi tekist að veikja heilbrigðiskerfið með skipulögðum hætti áratugum saman? Þurfum við svo að hlusta á brennuvarginn á brunastað skammast yfir að slökkviliðið sé ekki nógu duglegt, skipulagt eða snjallt. Að brennuvargarnir séu eina fólkið með viti? Einkafyrirtæki mikilvæg, spítalar ekki Hvert er vandamálið? Ríkisstjórnin vill ekki láta Landspítalann fá nægan pening til að mæta yfirstandandi smitbylgju cóvid. Fjármálaráðherrann neitar því. Hann lítur svo á að sveltistefna undanfarna áratuga sé mikilsverður árangur og vill alls ekki missa hann niður. Hann er hræddur um að ef Landspítalinn fær 1, 2, 5 eða 10 milljarða til að bjarga lífi og heilsu fólks og til að forða því að allur almenningur þurfi að taka á sig íþyngjandi takmarkanir á daglegt líf; að þá verði erfitt fyrir hann að ná þessum peningum af spítalanum aftur. Þessi sami fjármálaráðherra hefur lagt meira fé í fyrirtæki í eigu fólks sem er tengt honum fjölskylduböndum en myndi duga til að rétta Landspítalann af. Þessi sami ráðherra stóð fyrir því að Icelandair voru færðir með ýmsum hætti um 35 milljarðar króna af almannafé. Hann gaf kaupendum af hlutabréfum Íslandsbankaað lágmarki um 20 milljarða króna í afslátt af kaupverðinu Þessi ráðherra hefur gefið eigendum fyrirtækja um 10 milljarða króna í skattaafslátt gegn fjárfestingum sem skilgreina má sem nýsköpun eða þróun, innan regluverks þar sem allar fjárfestingar geta fallið undir þessa skilgreiningu. Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn til að ausa fé yfir vini sína og vandamenn, ríkasta fólk landsins. En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur. Sturlaðir tímar Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt. Við lifum sturlaða tíma. Við erum á hápunkti sturlaðrar stjórnmálastefnu sem kölluð er nýfrjálshyggja. Innan þessarar stöðnuðu kenningasúpu eru borin fram rök og fullyrðingar sem standast enga skoðun en sem innvígðu og innmúruðu virðast trúa í blindni. Þetta er sértrúarsöfnuður nýfrjálshyggjunnar. Og því miður virðist ríkisstjórnin okkar öll hafa gengið inn í þau björg. Í guðs bænum vaknið, kæru ráðherrar. Hættið þessari þrjósku og látið Landspítalann fá pening. Núna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er algjörlega hættur að skilja þessa ríkisstjórn. Er þetta einhver sértrúarsöfnuður? Við erum í miðri stjórnlausri bylgju cóvid-smita sem veldur miklu álagi á Landspítalann. Í dag voru til dæmis þrettán á gjörgæsludeild spítalans, sem er aðeins mönnuð til að sinna tíu manns. Af þessum þrettán eru átta með cóvid og þar af fimm í öndunarvél. En hvert er vandamálið? Vandinn er ekki átta sjúklingar með cóvid heldur sú staðreynd að Landspítalinn leggst á hliðina þegar þrettán þurfa að leggjast inn á gjörgæslu. Er það eðlilegt að Landspítalinn anni bara tíu manns á gjörgæslu? Nei, auðvitað ekki. Það er fráleit staða. Sveltistefna stórskaðar gjörgæslu Áður en kórónafaraldurinn skall á var ljóst að niðurskurður og sveltistefna stjórnvalda á Íslandi hafði keyrt heilbrigðiskerfið og Landspítalann niður á nokkurs konar varanlegt hættustig. Fyrir faraldurinn voru hér aðeins 12 virk gjörgæslurými á Landspítalanum og 3 á Akureyri. Fimmtán gjörgæslurými á landinu gera rétt rúmlega 4 rúm á hverja hundrað þúsund íbúa. Meðaltal Evrópuríkjanna var á sama tíma 11,5 gjörgæslurými á hverja 100 þúsund íbúa. Til að ná upp í meðaltal Evrópu hefði þurft að fjölga rýmum hér um 28. Sveltistefnan nýfrjálshyggjunnar hafði ill áhrif víða um Evrópu á síðustu áratugum, eins og kom í ljós í kórónufaraldrinum. En óvíða hafði þessi sveltistefna gengið jafn langt og hérlendis. Nýfrjálshyggja íslenskra stjórnvalda síðustu þrjá áratugina hafði brotið spítalaþjónustu hérlendis niður á stig miklu fátækari landa. Hingað til höfum við verið ágætlega heppin í kórónafaraldrinum. Smit meðal hinna elstu og veikustu voru ekki eins mörg og í sumum öðrum löndum. Það reyndi því ekki eins mikið á heilbrigðiskerfið hér og í löndum þar sem faraldurinn lagði betur stödd heilbrigðiskerfi á hliðina. En hættan vofir yfir. Ekki vegna þess að yfirstandandi bylgja cóvid-smita sé svo skaðleg, heldur vegna þess að stjórnlaus nýfrjálshyggjustefna hefur keyrt heilbrigðiskerfið niður á hnén og stjórnvöld ætla ekki að skipta um stefnu. Ríkisstjórnin forherðist Frammi fyrir þessum augljósu staðreyndum forherðist ríkisstjórnin. Hún neitar að horfast í augu við vandann og augljósa lausn hans. Það þarf að fjölga gjörgæslurýmum, bæði fljótt til skemmri tíma en líka varanlega. Kórónafaraldurinn afhjúpaði heimsku og fífldirfsku nýfrjálshyggjunnar og nauðsyn þess að leggja af þessa svelti- og niðurrifsstefnu. Í stað þess að bregðast við eins og fullorðið fólk þá láta ráðherrarnir eins og krakkar frammi fyrir þessari stöðu. Þeir skammast út í starfsfólk og stjórnendur Landsspítalans, sem eru ekki gerendur heldur þolandi heimskrar heilbrigðisstefnu stjórnvalda. Ráðherrarnir héldu maraþonfundi og komu út með þá niðurstöðu að þeir væru tilbúnir að fjármagna flutning 30 sjúklinga frá Landspítalanum, en alls ekki meir. Þessari smávægilegu aðgerð fylgdu vanalegar skammir, yfirlýsingar um slælega framleiðni á spítalanum og eitthvað sem átti að líta út sem kennsla í stjórnun í rekstri (frá ráðherrum sem hafa ýmist alls enga slíka reynslu eða algjörlega afleita). Er ekki komið nóg af þessari þrjósku, forherðingu og ábyrgðarleysi? Er ekki nóg að stjórnvöldum hafi tekist að veikja heilbrigðiskerfið með skipulögðum hætti áratugum saman? Þurfum við svo að hlusta á brennuvarginn á brunastað skammast yfir að slökkviliðið sé ekki nógu duglegt, skipulagt eða snjallt. Að brennuvargarnir séu eina fólkið með viti? Einkafyrirtæki mikilvæg, spítalar ekki Hvert er vandamálið? Ríkisstjórnin vill ekki láta Landspítalann fá nægan pening til að mæta yfirstandandi smitbylgju cóvid. Fjármálaráðherrann neitar því. Hann lítur svo á að sveltistefna undanfarna áratuga sé mikilsverður árangur og vill alls ekki missa hann niður. Hann er hræddur um að ef Landspítalinn fær 1, 2, 5 eða 10 milljarða til að bjarga lífi og heilsu fólks og til að forða því að allur almenningur þurfi að taka á sig íþyngjandi takmarkanir á daglegt líf; að þá verði erfitt fyrir hann að ná þessum peningum af spítalanum aftur. Þessi sami fjármálaráðherra hefur lagt meira fé í fyrirtæki í eigu fólks sem er tengt honum fjölskylduböndum en myndi duga til að rétta Landspítalann af. Þessi sami ráðherra stóð fyrir því að Icelandair voru færðir með ýmsum hætti um 35 milljarðar króna af almannafé. Hann gaf kaupendum af hlutabréfum Íslandsbankaað lágmarki um 20 milljarða króna í afslátt af kaupverðinu Þessi ráðherra hefur gefið eigendum fyrirtækja um 10 milljarða króna í skattaafslátt gegn fjárfestingum sem skilgreina má sem nýsköpun eða þróun, innan regluverks þar sem allar fjárfestingar geta fallið undir þessa skilgreiningu. Þetta er fjármálaráðherra sem hefur notað kórónafaraldurinn til að ausa fé yfir vini sína og vandamenn, ríkasta fólk landsins. En fjármálaráðherrann og flokkur hans neitar að láta Landspítalann fá fé til að mæta álagi vegna kórónafaraldursins. Og rökin eru að spítalinn sé ekki nógu vel rekin. Ráðherrann gerði hins vegar engar slíkar kröfur þegar að jós fé yfir fjármagns- og fyrirtækjaeiendur. Sturlaðir tímar Þetta hljómar sturlað, en er því miður satt. Við lifum sturlaða tíma. Við erum á hápunkti sturlaðrar stjórnmálastefnu sem kölluð er nýfrjálshyggja. Innan þessarar stöðnuðu kenningasúpu eru borin fram rök og fullyrðingar sem standast enga skoðun en sem innvígðu og innmúruðu virðast trúa í blindni. Þetta er sértrúarsöfnuður nýfrjálshyggjunnar. Og því miður virðist ríkisstjórnin okkar öll hafa gengið inn í þau björg. Í guðs bænum vaknið, kæru ráðherrar. Hættið þessari þrjósku og látið Landspítalann fá pening. Núna. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Reykjavík norður
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun