Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2021 14:06 Hanna Björg er ekki að skafa af hlutunum í gagnrýni sinni á Knattspyrnusamband Íslands. Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, birtir pistil á Vísi í dag sem ber titilinn Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Í pistlinum snertir hún á ýmsum svörtum blettum í knattspyrnuheiminum undanfarin ár. Þar á meðal vændi og mansal í tengslum við skipulag stórmóta, spillingu hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, frægt kreditkortamál KSÍ í Sviss og kvenfyrirlitning í búningsklefum karlaboltans sem sé vel þekkt. Þá fái dómarar í karladeildinni mun hærri laun en starfssystkini þeirra í kvennadeildinni. Tilefni pistilsins er þó frásögn ungrar konu á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hún bar tvo ónafngreinda landsliðsmenn þungum sökum. „Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja,“ segir Hanna. „Fleiri frásagnir eru um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni.“ KSÍ sé leiðandi afl í íslensku íþróttalífi. Fram til þessa hafi sambandinu ekki tekist að vera afgerandi í jafnréttismálum né náð miklum árangri, þó svo að heimasíða þeirra skarti fínni jafnréttisstefnu og -áætlun. „Uppeldishlutverk KSÍ er stórt og mikið. Börn, ungmenni og fullorðið fólk líta upp til þeirra leikmanna sem vel gengur og þeir eru dýrkaðir og dáðir. Þau sem lengst ná eru fyrirmyndir þúsunda, það er mikil ábyrgð,“ segir Hanna Björg. „Spurningin sem á svo mörgum brennur er þessi: Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir?“ Í þessu samhengi sé KSÍ tvær leiðir færar. „Annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna.“ Hin leiðin fyrir KSÍ sé að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu. „Þögnin er ekki hlutlaus – heldur afstaða með ríkjandi ástandi. Ég óska KSÍ þess að þar láti fólk ekki kappið og gerendameðvirknina bera siðferðið ofurliði. Ég óska þess að KSÍ taki af skarið af styrk, hugrekki og samfélagslegri ábyrgð - fyrir okkur öll og fyrir framtíðina.“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segist ekki ætla að tjá sig um pistil Hönnu Bjargar. Ekki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, birtir pistil á Vísi í dag sem ber titilinn Um KSÍ og kvenfyrirlitningu. Í pistlinum snertir hún á ýmsum svörtum blettum í knattspyrnuheiminum undanfarin ár. Þar á meðal vændi og mansal í tengslum við skipulag stórmóta, spillingu hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, frægt kreditkortamál KSÍ í Sviss og kvenfyrirlitning í búningsklefum karlaboltans sem sé vel þekkt. Þá fái dómarar í karladeildinni mun hærri laun en starfssystkini þeirra í kvennadeildinni. Tilefni pistilsins er þó frásögn ungrar konu á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem hún bar tvo ónafngreinda landsliðsmenn þungum sökum. „Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja,“ segir Hanna. „Fleiri frásagnir eru um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni.“ KSÍ sé leiðandi afl í íslensku íþróttalífi. Fram til þessa hafi sambandinu ekki tekist að vera afgerandi í jafnréttismálum né náð miklum árangri, þó svo að heimasíða þeirra skarti fínni jafnréttisstefnu og -áætlun. „Uppeldishlutverk KSÍ er stórt og mikið. Börn, ungmenni og fullorðið fólk líta upp til þeirra leikmanna sem vel gengur og þeir eru dýrkaðir og dáðir. Þau sem lengst ná eru fyrirmyndir þúsunda, það er mikil ábyrgð,“ segir Hanna Björg. „Spurningin sem á svo mörgum brennur er þessi: Ætlar KSÍ að halda áfram að þagga niður ofbeldi sem gerendur á þeirra vegum hafa beitt? Að vera gerendameðvirk og fórna stúlkum og konum á altari keppniskarla? Er það afstaða sem hreyfingin vill standa fyrir?“ Í þessu samhengi sé KSÍ tvær leiðir færar. „Annars vegar að halda áfram að senda þau skýru skilaboð til stráka og karla að þeir geti beitt konur miskunarlausu ofbeldi, án þess að það hafi nokkur áhrif á velgengni þeirra og því síður að þeir þurfi að axla ábyrgð á gerðum sínum. Skilaboðin til stúlkna og kvenna frá KSÍ eru að þær þurfi að sætta sig við ofbeldið af hálfu karla og þegja yfir því, annars verði þær sakaðar um lygi. Að ofbeldismenning sé sjálfsögð og eðlileg. Að mikilvægi karla sé óumdeilanlega meira en kvenna.“ Hin leiðin fyrir KSÍ sé að verða hluti af lausninni, að rjúfa vítahring ofbeldis, þöggunar og kvenfyrirlitningar. Taka skýra afstöðu með þolendum, jafnrétti og réttlætinu. „Þögnin er ekki hlutlaus – heldur afstaða með ríkjandi ástandi. Ég óska KSÍ þess að þar láti fólk ekki kappið og gerendameðvirknina bera siðferðið ofurliði. Ég óska þess að KSÍ taki af skarið af styrk, hugrekki og samfélagslegri ábyrgð - fyrir okkur öll og fyrir framtíðina.“ Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segist ekki ætla að tjá sig um pistil Hönnu Bjargar. Ekki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
KSÍ Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira