Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:31 Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð. Síðustu ár hefur nýsköpun og tækniframfarir breytt greininni og aukið verðmætasköpun með nýjum verðmætum vörum og afurðum úr slori, roði og fiskbeinum, sem áður voru verðlítil eða fleygt í hafið aftur. Hvað er þá að? Hvers vegna ríkir ekki sátt um greinina? Hvers vegna ríkir langvarandi vantraust og ósætti. Helstu ástæðurnar eru þessar: Kvótakerfið og úthlutun kvóta er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn erfist og helst innan fjölskyldna eða safnast á fárra hendur. Stórútgerðirnar malar gull, verða of valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Veiðigjöldin sem útgerðir greiða fyrir að fá að nýta sér þjóðarauðlindina eru allt of lág. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er of veikt. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lög óskýr og gölluð. Jafnræði skortir á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Svindl hefur verið upplýst víða þegar ísprósenta í körum er áætluð við hafnarvog og ósamræmi er á milli endurvigtunar afla í vinnslustöðvum og vigtunar á hafnarvog. Endurvigtunin sem er í höndum útgerðanna sjálfra, ræður niðurstöðu og þar með hlut og launum sjómanna. Þá er heimavigtun uppsjávarafla ónákvæm. Útgerðarmönnum er treyst fyrir því sjálfum að segja til um hve mikið að auðlindinni þeir nýta hvort sem er með endurvigtun eða heimavigtun. Tækni sem nú þegar er um borð í bátum og skipum og á vinnslustöðvum og gefur nákvæmar upplýsingar um magn og þyngd afla er ekki nýtt til eftirlits. Brottkast er mikið. Eftirlitið hefur helst verið með smærri bátum en brottkastið er einnig mikið á þeim stóru þó það sé ekki eins sýnilegt. Næsta ríkisstjórn verður að standa í lappirnar og taka á þessum göllum. Allt umhverfið er stórum útgerðum í hag og þeim sem stunda bæði veiðar og vinnslu á kostnað annarra. Og Fiskistofa er fjársvelt. Við í Samfylkingunni ætlum að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og lögin um eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur er þingmaður og oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun