Loftslagsverkefni Carbfix og ON fær 600 milljóna króna styrk Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2021 08:25 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar. Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að styrkurinn sé einn sá hæsti sem veittur hafi verið til loftslagsverkefnis hér á landi og nemi um 3,9 milljónum evra, eða tæplega 600 milljónum króna. Þetta væri jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni væri styrkt af sjóðnum. Markmið Silfurbergs-verkefnisins væri að byggja nýja hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem muni fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar sem síðan verði dælt niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Þar með muni Orka náttúrunnar skipa sér í fremsta flokk grænnar jarðvarmanýtingar með sporlausri framleiðslu rafmagns og varma. „Það er mikil viðurkenning fyrir ungt þekkingarfyrirtæki eins og Carbfix að fá svo veglegan styrk úr nýsköpunarsjóðnum og til merkis um að kolefnisförgun með Carbfix tækninni er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinanna,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbafix í tilkynningu. Þá segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar: „Nýja loftslagsskýrslan frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að við verðum öll að gera betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Orkan frá ON – hvorttveggja rafmagnið og heita vatnið – er græn en við viljum, verðum og ætlum að gera enn betur. Á grunni styrksins stígum við stórt skref í átt að sporlausri starfsemi, metnaðarfullri og um leið nauðsynlegri vegferð sem öll fyrirtæki ættu að taka þátt í.“ Orkumál Umhverfismál Evrópusambandið Nýsköpun Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur segir að styrkurinn sé einn sá hæsti sem veittur hafi verið til loftslagsverkefnis hér á landi og nemi um 3,9 milljónum evra, eða tæplega 600 milljónum króna. Þetta væri jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni væri styrkt af sjóðnum. Markmið Silfurbergs-verkefnisins væri að byggja nýja hreinsistöð við Hellisheiðarvirkjun sem muni fanga nær allt koldíoxíð og brennisteinsvetni úr útblæstri virkjunarinnar sem síðan verði dælt niður í nálæg basaltberglög til varanlegrar steinrenningar með Carbfix tækninni. Þar með muni Orka náttúrunnar skipa sér í fremsta flokk grænnar jarðvarmanýtingar með sporlausri framleiðslu rafmagns og varma. „Það er mikil viðurkenning fyrir ungt þekkingarfyrirtæki eins og Carbfix að fá svo veglegan styrk úr nýsköpunarsjóðnum og til merkis um að kolefnisförgun með Carbfix tækninni er í senn hagkvæm og umhverfisvæn loftslagslausn sem getur haft áhrif langt út fyrir landsteinanna,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbafix í tilkynningu. Þá segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar: „Nýja loftslagsskýrslan frá Sameinuðu þjóðunum sýnir að við verðum öll að gera betur í baráttunni gegn loftslagsvánni. Orkan frá ON – hvorttveggja rafmagnið og heita vatnið – er græn en við viljum, verðum og ætlum að gera enn betur. Á grunni styrksins stígum við stórt skref í átt að sporlausri starfsemi, metnaðarfullri og um leið nauðsynlegri vegferð sem öll fyrirtæki ættu að taka þátt í.“
Orkumál Umhverfismál Evrópusambandið Nýsköpun Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira