Harpa heldur að hún sé hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2021 20:04 Sveitalífið hefur meira og minna snúist um Hörpu á Fjarkastokki skammt frá Þykkvabæ í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira