Stefnt á staðnám þó félagslífið muni líklega litast af sóttvarnareglum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 18:31 Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. sigurjón ólason Lagt verður upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum í haust þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Formaður Skólameistarafélags Íslands óttast þó að félagslíf nemenda muni líða fyrir sóttvarnareglur. „Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
„Framhalds- og háskólanemar munu þurfa að bera grímur í byggingum skólans þar sem ekki er hægt að viðhafa eins metra fjarlægðarreglu. Þessi hér verður því staðalbúnaður nemenda á göngum skólans. Menntamálaráðherra sagði þó í gær að nemendur mættu taka niður grímu á meðan á kennslu stendur.“ „Börn fædd árið 2006 eða síðar, það eru grunnskólabörn, eru undanþegin grímuskyldu með öllu. Það er því ljóst að þessi bláa hér mun ekki sjást á göngum grunnskólanna.“ Formaður Skólameistarafélags Íslands segir að lagt verði upp með staðnám að öllu leyti í framhaldsskólum landsins þrátt fyrir að einungis tvö hundruð megi koma saman. Félagslífið muni þó líklega líða fyrir sóttvarnareglur. „Hefðbundið skólastarf verður ekki undir þessum reglum þar sem nemendur geta ekki haldið sín böll, farið í ferðir og annað slíkt en auðvitað reynum við að slá skjaldborg um skólana eins og við getum og allir munu leggjast á eitt um að halda úti eins miklu starfi og við getum en óneitanlega er það erfitt við þessar kringumstæður og frekar sárt að við stöndum hér ári síðar og endurtökum sömu spurningarnar,“ sagði Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands. Samkvæmt tilkynningu frá rektor Háskóla Íslands mun nám þar einnig fara fram með eins hefðbundnum hætti og hægt er og áhersla lögð á staðnám. Kristinn segir að sóttkví nemenda gæti þó raskað staðnámi. „Það getur vel verið fari svo að gríðarlega mikill fjöldi nemenda þurfi í sóttkví nú þá verður kannski eina leiðin að færa hann í fjarnám meðan að smittölur eru svona háar.“ Stjórnarliðar í nemendafélagi Fjölgbrautarskólans í Garðabæ voru búnir að skipuleggja komandi önn að miklu leyti. Á dagskrá voru böll og nemendaferðir svo dæmi séu tekin sem nú þurfi að fresta. Þeir segja að nemendur séu brattir þrátt fyrir bakslag. „Ég heyri allavegana að þau séu spennt og vonandi fá þau tækifæri til að vera með venjulegt skólaár, en vonandi verður covid ekki að eyðileggja allt. Ég held að allir séu vongóðir um að nú verði þetta betra.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Grunnskólar Háskólar Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira