Breti handtekinn í Þýskalandi fyrir að njósna fyrir Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2021 13:11 Maðurinn starfaði í sendiráði Bretlands í Þýskalandi. AP/Michael Sohn Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið breskan mann sem vann í sendiráði Breta í Berlín. Maðurinn er sakaður um að hafa njósnað fyrir Rússa. Tilkynnt var í dag að maðurinn heiti David S. og hann hafi verið handtekinn í íbúð sinni Potsdam í gær. Þá var gerð leit á heimili hans og starfstöð í sendiráðinu. Saksóknarar segja að hinn 57 ára gamli maður sé grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa í minnsta frá því í nóvember í fyrra. Maðurinn er sagður hafa útvegað rússneskum útsendara minnst einu sinni skjöl úr sendiráðinu í skiptum fyrir peninga. Hann var handtekinn í kjölfar sameiginlegrar rannsóknar þýskra og breskra yfirvalda, samkvæmt frétt Guardian. Samkvæmt heimildum Sky News hafði maðurinn verið undir eftirliti öryggisstofnanna Bretlands um nokkuð skeið. David S. er ekki erindreki og nýtur ekki friðhelgi. Þá liggur ekki fyrir hvert starf hans var og hvort hann hafði aðgang að leynilegum upplýsingum. Maðurinn verður færður fyrir dómara í Þýskalandi en utanríkisráðuneyti landsins segir málið litið mjög alvarlegum augum. Njósnir gegn vinveittum ríkjum Þýskalands, á þýskri grundu, séu ólíðandi. Þýskaland Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Kanadamaður dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir í Kína Kínverskur dómstóll dæmdi í gær Michael Spavor frá Kanada í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann og samlandi hans Michael Kovrig hafa verið í gæsluvarðaldi í tvö ár. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp yfir Kovrig. 11. ágúst 2021 07:38 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Þýskir saksóknarar segja að aðstoðarmaður við rannsóknir í háskóla þar í landi hafi verið handtekinn, grunaður um njósnir fyrir rússnesku leyniþjónustuna fyrir helgi. 21. júní 2021 10:29 Njósnir Bandaríkjanna með hjálp Dana séu skandall Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana. 31. maí 2021 08:39 Ósætti innan njósnabandalagsins Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. 5. maí 2021 20:01 Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Tilkynnt var í dag að maðurinn heiti David S. og hann hafi verið handtekinn í íbúð sinni Potsdam í gær. Þá var gerð leit á heimili hans og starfstöð í sendiráðinu. Saksóknarar segja að hinn 57 ára gamli maður sé grunaður um að hafa njósnað fyrir Rússa í minnsta frá því í nóvember í fyrra. Maðurinn er sagður hafa útvegað rússneskum útsendara minnst einu sinni skjöl úr sendiráðinu í skiptum fyrir peninga. Hann var handtekinn í kjölfar sameiginlegrar rannsóknar þýskra og breskra yfirvalda, samkvæmt frétt Guardian. Samkvæmt heimildum Sky News hafði maðurinn verið undir eftirliti öryggisstofnanna Bretlands um nokkuð skeið. David S. er ekki erindreki og nýtur ekki friðhelgi. Þá liggur ekki fyrir hvert starf hans var og hvort hann hafði aðgang að leynilegum upplýsingum. Maðurinn verður færður fyrir dómara í Þýskalandi en utanríkisráðuneyti landsins segir málið litið mjög alvarlegum augum. Njósnir gegn vinveittum ríkjum Þýskalands, á þýskri grundu, séu ólíðandi.
Þýskaland Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Kanadamaður dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir í Kína Kínverskur dómstóll dæmdi í gær Michael Spavor frá Kanada í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann og samlandi hans Michael Kovrig hafa verið í gæsluvarðaldi í tvö ár. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp yfir Kovrig. 11. ágúst 2021 07:38 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Þýskir saksóknarar segja að aðstoðarmaður við rannsóknir í háskóla þar í landi hafi verið handtekinn, grunaður um njósnir fyrir rússnesku leyniþjónustuna fyrir helgi. 21. júní 2021 10:29 Njósnir Bandaríkjanna með hjálp Dana séu skandall Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana. 31. maí 2021 08:39 Ósætti innan njósnabandalagsins Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. 5. maí 2021 20:01 Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Kanadamaður dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir í Kína Kínverskur dómstóll dæmdi í gær Michael Spavor frá Kanada í ellefu ára fangelsi fyrir njósnir. Hann og samlandi hans Michael Kovrig hafa verið í gæsluvarðaldi í tvö ár. Dómur hefur enn ekki verið kveðinn upp yfir Kovrig. 11. ágúst 2021 07:38
Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22
Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Þýskir saksóknarar segja að aðstoðarmaður við rannsóknir í háskóla þar í landi hafi verið handtekinn, grunaður um njósnir fyrir rússnesku leyniþjónustuna fyrir helgi. 21. júní 2021 10:29
Njósnir Bandaríkjanna með hjálp Dana séu skandall Þýski stjórnmálamaðurinn Peer Steinbrück, fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands og fyrrum kanslaraefni þýskra Sósíaldemókrata, hefur brugðist harkalega við fréttum þess efnis að Bandaríkjamenn hafi njósnað um hann og aðra þýska stjórnmálamenn með hjálp Dana. 31. maí 2021 08:39
Ósætti innan njósnabandalagsins Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja. 5. maí 2021 20:01
Búlgarar bendla Rússa við sprengingar þar í landi Utanríkisráðuneyti Búlgaríu tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins ætlaði að vísa einum rússneskum erindreka úr landi, til viðbótar við þá tvo sem voru reknir úr landi fyrir njósnir í síðasta mánuði. 29. apríl 2021 15:05