„Maður skynjar ósamstöðu milli ráðuneytis og almannavarna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir ferðamenn finna fyrir mikilli óvissu vegna aðgerða á landamærum. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna hefur leitað til flugfélagsins Play undanfarið með fyrirspurnir um reglur á landamærum. Forstjóri Play segir að mikil óvissa ríki um aðgerðirnar og gagnrýnir hann ósamræmi á landamærum. „Það ber á því að það er ákveðið kaos í flugstöðinni. Fólk er hreinlega að komast í gegn án þess að framvísa þessum prófum þannig að okkur finnst þetta skapa óþarfa ringulreið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mikil örtröð hefur verið í komusalnum í Leifstöð undanfarið og borið á hægagangi þar sem ferðamenn framvísa covid-vottorðum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir ekkert í því hægt að gera. „Kannski til að byrja, þá er þetta yfir mjög afmarkaðan tíma dagsins sem raðirnar eru að myndast þegar mikið af flugvélum eru að lenda á sama tíma og meðan ferlið og reglurnar eru eins og þær eru af hálfu sóttvarnayfirvalda er bara ofboðslega lítið hægt að gera. Það er búið að taka alla þá fermetra sem eru í boði,“ sagði Guðmundur Daði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birgir kallar eftir því að reglur verði gerðar skýrari og gagnrýnir að farþegum úr sitt hvorri áttinni sé blandað saman í komusal. „Það gengur ekki að einhver farþegi sem er búinn að leggja í kostnað við að fara í tiltekin próf og framvísa þeim við byrðingu í flugvélina erlendis komi svo til Íslands og standi í hópi með þúsundum manna sem eru að koma með öðru flugfélagi sem er ekki búið að þurfa að framvísa þessum prófum.“ Hann segir bera á ósamstöðu í kerfinu. Óvissan geri ekkert nema skapa óreiðu og ósamstöðu. „Það vantar að einhver taki boltann. Hver er í forsvari fyrir þetta? lögreglan á flugvellinum virðist ekki vita neitt, Isavia virðist ekki vita neitt. Maður skynjar einhverja ósamstöðu í kerfinu á milli ráðuneytis og almannavarna,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Play Tengdar fréttir Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sjá meira
„Það ber á því að það er ákveðið kaos í flugstöðinni. Fólk er hreinlega að komast í gegn án þess að framvísa þessum prófum þannig að okkur finnst þetta skapa óþarfa ringulreið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Mikil örtröð hefur verið í komusalnum í Leifstöð undanfarið og borið á hægagangi þar sem ferðamenn framvísa covid-vottorðum. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá ISAVIA segir ekkert í því hægt að gera. „Kannski til að byrja, þá er þetta yfir mjög afmarkaðan tíma dagsins sem raðirnar eru að myndast þegar mikið af flugvélum eru að lenda á sama tíma og meðan ferlið og reglurnar eru eins og þær eru af hálfu sóttvarnayfirvalda er bara ofboðslega lítið hægt að gera. Það er búið að taka alla þá fermetra sem eru í boði,“ sagði Guðmundur Daði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Birgir kallar eftir því að reglur verði gerðar skýrari og gagnrýnir að farþegum úr sitt hvorri áttinni sé blandað saman í komusal. „Það gengur ekki að einhver farþegi sem er búinn að leggja í kostnað við að fara í tiltekin próf og framvísa þeim við byrðingu í flugvélina erlendis komi svo til Íslands og standi í hópi með þúsundum manna sem eru að koma með öðru flugfélagi sem er ekki búið að þurfa að framvísa þessum prófum.“ Hann segir bera á ósamstöðu í kerfinu. Óvissan geri ekkert nema skapa óreiðu og ósamstöðu. „Það vantar að einhver taki boltann. Hver er í forsvari fyrir þetta? lögreglan á flugvellinum virðist ekki vita neitt, Isavia virðist ekki vita neitt. Maður skynjar einhverja ósamstöðu í kerfinu á milli ráðuneytis og almannavarna,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Play Tengdar fréttir Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20 Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40 „Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sjá meira
Yfir tvöfalt fleiri brottfarir erlendra ferðamanna í júlí Brottfarir erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll voru tæplega 110 þúsund í júlí og voru meira en tvöfalt fleiri en í fyrra. Horfa þarf til febrúar 2020 til að sjá álíka fjölda brottfara erlendra farþega í einum mánuði. 10. ágúst 2021 13:20
Myndband sýnir mikla örtröð í komusal Keflavíkurflugvallar Óhætt er að segja að mikil örtröð hafi myndast í komusal Keflavíkurflugvallar nú síðdegis, þegar tuttugu flugvélar skiluðu af sér farþegum á tveggja tíma tímabili. 7. ágúst 2021 17:40
„Það verður ekki mikið meira gert þegar öll þjóðin er orðin fullbólusett“ Mikill fjöldi ferðamanna, íslenskra og erlendra, fer í gegnum Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Vegna landamæraaðgerða hefur oft myndast örtröð á vellinum, og forsvarsmenn lögreglu í flugstöðinni bent á að húsnæðið bjóði ekki upp á meiri skilvirkni við afgreiðslu vottorða og annars sem þarf að sinna í tengslum við aðgerðirnar. 8. ágúst 2021 13:19
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði