Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 16:33 Tregða sumra Bandaríkjamanna til að láta bólusetja sig hefur valdið því að ESB er komið fram úr í bóluefnakapphlaupinu. Jeremy Hogan/Getty Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna. Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira