Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2021 12:45 Íbúar á eyjunni Eviu fylgjast með gróðureldum. Tugir þorpa hafa verið rýmd á eyjunni. AP/Petros Karadjias Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu. Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hitastigið hefur náð allt að 45 gráðum og bylgjunni hafa fylgt miklir þurrkar. Tveir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda vísvitandi. Undanfarna daga hafa fjölmargir gróðureldar kviknað á Grikklandi og margir þeirra í grennd við Aþenu, höfuðborg landsins. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín en mikill hiti og vindur hefur gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. Vindurinn og þurrkur hefur einnig leitt til þess að eldar hafa farið hratt yfir og fólk hefur haft lítinn fyrirvara til að flýja þá. Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, líkti þessu sumri við martröð í samtali við slökkviliðsmenn í gær. Hann sagði helsta markmið ríkisstjórnar sinnar vera að bjarga mannslífum. Þá hét hann því að allt skóglendi sem hefði brunnið yrði ræktað á nýjan leik. Her Grikklands hefur verið kallaður út til að takast á við eldana og önnur ríki hafa einnig sent slökkviliðsmenn og búnað. Einn slökkviliðsmaður dó á föstudaginn eftir að rafmagnsstaur féll á hann en þar að auki hafa eldarnir valdið gífurlegu tjóni og mögulega fleiri dauðsföllum. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir að kveikja elda og þar á meðal tveir sem taldir eru hafa kveikt elda vísvitandi. Annar þeirra var handtekinn nærri Aþenu í gær og er sakaður um að hafa kveikt elda í tveimur lautum og fjórum ruslagámum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Eitthvað hefur dregið úr eldunum við Aþenu frá því í gær en þúsundir hafa þó þurft að flýja frá eyjunni Eviu en þar hafa eldar einnig logað síðustu daga. Þeir tóku þó kipp í gærkvöldi svo rýma þurfti fjölda þorpa. Íbúar segjast hafa tapað öllu í eldunum. Eldar loga víða um heim þessa dagana. Meðal annars má nefna á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Norður-Makedóníu, Tyrklandi, Kanada og Síberíu.
Grikkland Gróðureldar í Grikklandi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54 Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6. ágúst 2021 09:54
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44
Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. 2. ágúst 2021 09:54
Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. 21. júlí 2021 13:22