Gangan er hálfnuð Hans Jónsson skrifar 7. ágúst 2021 08:30 „Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Norðausturkjördæmi Hinsegin Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Gleðilega hátíð!” Segjum við hinsegin fólk hvort við annað þessa dagana, og fögnum þeim árangri sem við höfum náð í mannréttindabaráttu okkar allra. Nei, ekki alveg allra, okkar flestra. Á sama tíma og fögnuðurinn fer hæst þá minnir það allavega sum okkar óneitanlega á hvað hefur mistekist, hverju hefur verið leyft að viðgangast, og hvaða mannréttindi eru enn af skornum skammti. Gleðilega hátíð samt! Ekki misskilja mig. Við eigum að fagna. Við eigum að gleðjast. En við megum aldrei gleyma því að gleðigangan okkar, hápunktur hinsegin daga, hefur ávallt verið kröfuganga og krafan er full mannréttindi alls hinsegin fólks. Pride varð til sem viðbrögð við mismunun, skömmun, ofbeldi og mannréttindabrotum. Pride snýst um að standa keik á móti þeim sem vilja eyða okkur út úr samfélaginu og sýna að þrátt fyrir þeirra fordæmingar þá lifum við, dönsum, syngjum, göngum, og krefjumst þess að vera sýnd mannleg virðing. Við sýnum að við erum mennsk og við krefjumst mannréttinda fyrir okkur öll. Vissulega búum við vel hér á Íslandi, rétt eins og okkur er ávallt sagt. Við búum í landi þar sem að hinsegin fólk verður ekki fyrir jafn miklu ofbeldi og víðsvegar annars staðar. Við heyrum nánast aldrei af líkamsárásum sem hinsegin fólk verður fyrir, þó þær gerist jú stundum og ekki bara á Laugaveginum í Reykjavík. Við búum í landi þar sem að mismunun er ekki algeng, þó hún sé tæknilega séð ekki bönnuð. Við búum í landi þar sem hatursorðræða og hatursglæpir rata mjög sjaldan fyrir dómstóla, en þar spilar að vísu líka inn í að löggjöf er ábótavant. Við búum í landi þar sem að flest okkar hafa réttindi til þess að ákveða sjálf hvað verður um okkar líkama og hvort að það kynhlutverk sem okkur var úthlutað við fæðingu sé það hlutverk sem við finnum okkur í. Sum okkar fá að vísu ennþá ekki þeirra mannréttinda notið að geta átt eigin líkama, en ennþá eru heimilar ónauðsynlegar skurðaðgerðir á kynfærum ungbarna. Skurðaðgerðir sem að eru einfaldlega brot á mannréttindum þeirra. Við búum í landi sem tilheyrir þeim fimmtán prósentum allra landa sem að heimila samkynja hjónaband og erum þannig í hópi með þeim löndum þar sem staða hinsegin fólks er upp á hið besta, en við erum samt ekki í topp tíu í Evrópu. Samkvæmt regnbogakorti Evrópu erum við í fjórtánda sæti með 54% af því sem teljast geti fullt jafnrétti hinsegin fólks á Íslandi. Við stöndum okkur ágætlega, en við erum bara komin rétt rúmlega hálfa leið. Þróunin hefur verið jákvæð og við höfum ástæður til þess að fagna. En stundum hefur árangurinn náðst eingöngu með því að skilja aðra eftir. Stundum hefur réttarbótum sumra verið fórnað til að fá fram réttarbótum annara. Við eigum að gera betur en það. Verðum það land sem við teljum okkur sjálfum og öðrum trú um að við séum. Segjum skilið við innihaldslausar glansmyndir og regnbogakapítalisma. Höldum baráttunni á lofti því henni er ekki lokið fyrr en við öll stöndum samfætis lagalega og samfélagslega séð. Gleðilega baráttuhátíð til alls hinsegin fólks Íslands! Dönsum, syngjum, skálum, fögnum því að við lifum! Hættum aldrei að krefjast mannréttinda! Ísland á Regnbogakorti Evrópu. Höfundur skipar 4. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar