Fanndís: Ég er búin að vera að gera smá kröfu um að fá að spila meira Sverrir Mar Smárason skrifar 6. ágúst 2021 20:36 Fanndís skoraði sigurmark Valskvenna í uppbótartíma í kvöld. vísir/hag Valskonur unnu torsóttan 1-0 sigur á ÍBV á heimavelli í Pepsi-Max deild kvenna í kvöld. ÍBV barðist hetjulega í 91 mínútu því markið kom ekki fyrr en á 92. mínútu leiksins og það gerði varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir. „Þær gáfu okkur heldur betur alvöru varnarleik, þær pökkuðu svolítið í vörn í fyrri hálfleik og leikurinn fór svolítið mikið fram á þeirra vallarhelmingi. Svo vorum við heppnar í restina að þær skyldu ekki skora, góður varnarleikur hjá okkur,“ sagði Fanndís. Fanndís hefur verið á bekknum í flestum leikjum Vals í sumar en oft komið inn og breytt gangi leikja. Hún segist vera farin að gera kröfu á meiri spilatíma. „Gott að það dugði út leikinn núna, bara gaman. Ég er búin að vera að gera smá kröfu um að fá að spila meira og þá þarf maður að sýna það inná vellinum og maður gerir það svona,“ sagði Fanndís sem var ekki eini varamaður Vals í vikunni sem skoraði 1-0 sigurmark því Tryggvi Hrafn gerði það sama fyrir karlaliðið. „Ég held að ég og Tryggvi viljum bæði vera í liðinu svo vonandi breytist það bara,“ sagði Fanndís sem vildi ekki gera þetta að vana á Origo-vellinum. Í leiknum fengu Valskonur óteljandi fjölda af góðum marktækifærum en náðu ekki að nýta þau fyrr en á 92.mínútu. „Það var skrýtið að horfa á fyrri hálfleikinn þar sem við óðum í færum en mér fannst við ekki beint óheppnar heldur bara ekki með hausinn rétt stilltan held ég. Við vitum það að við þurfum að klára okkar leiki og ég held það hafa bara verið í öllu í restina að við þurftum þrjú stig og þetta var bara vel gert í restina,“ sagði Fanndís um færin. Valskonur eru áfram á toppi deildarinnar með 4.stiga forskot á lið Breiðabliks sem hafa ekki lokið leik gegn Tindastól þegar þetta er skrifað. „Ég held það sé bara góða klisjan að það þarf bara hver að hugsa um sig og við þurfum bara að hugsa um okkur. Hefðum við tapað þremur stigum hérna í kvöld hefði allt getað gerst og hausinn á mönnum getur farið út og suður þannig það er mikilvægt að við fókusum á okkur og klárum okkar almennilega. Helst ekki á 90.mínútu,“ sagði Fanndís að lokum um toppbaráttuna. Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
„Þær gáfu okkur heldur betur alvöru varnarleik, þær pökkuðu svolítið í vörn í fyrri hálfleik og leikurinn fór svolítið mikið fram á þeirra vallarhelmingi. Svo vorum við heppnar í restina að þær skyldu ekki skora, góður varnarleikur hjá okkur,“ sagði Fanndís. Fanndís hefur verið á bekknum í flestum leikjum Vals í sumar en oft komið inn og breytt gangi leikja. Hún segist vera farin að gera kröfu á meiri spilatíma. „Gott að það dugði út leikinn núna, bara gaman. Ég er búin að vera að gera smá kröfu um að fá að spila meira og þá þarf maður að sýna það inná vellinum og maður gerir það svona,“ sagði Fanndís sem var ekki eini varamaður Vals í vikunni sem skoraði 1-0 sigurmark því Tryggvi Hrafn gerði það sama fyrir karlaliðið. „Ég held að ég og Tryggvi viljum bæði vera í liðinu svo vonandi breytist það bara,“ sagði Fanndís sem vildi ekki gera þetta að vana á Origo-vellinum. Í leiknum fengu Valskonur óteljandi fjölda af góðum marktækifærum en náðu ekki að nýta þau fyrr en á 92.mínútu. „Það var skrýtið að horfa á fyrri hálfleikinn þar sem við óðum í færum en mér fannst við ekki beint óheppnar heldur bara ekki með hausinn rétt stilltan held ég. Við vitum það að við þurfum að klára okkar leiki og ég held það hafa bara verið í öllu í restina að við þurftum þrjú stig og þetta var bara vel gert í restina,“ sagði Fanndís um færin. Valskonur eru áfram á toppi deildarinnar með 4.stiga forskot á lið Breiðabliks sem hafa ekki lokið leik gegn Tindastól þegar þetta er skrifað. „Ég held það sé bara góða klisjan að það þarf bara hver að hugsa um sig og við þurfum bara að hugsa um okkur. Hefðum við tapað þremur stigum hérna í kvöld hefði allt getað gerst og hausinn á mönnum getur farið út og suður þannig það er mikilvægt að við fókusum á okkur og klárum okkar almennilega. Helst ekki á 90.mínútu,“ sagði Fanndís að lokum um toppbaráttuna.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira