Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 6. ágúst 2021 20:26 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Stöð 2 Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Til stendur að opna fleiri gjörgæslurými á Landspítala og breyta nýtingu á Landakoti til að fjölga hjúkrunarrýmum og þá er til skoðunar að stofna sérstaka Covid-einingu á spítalanum sem myndi starfa til lengri tíma samkvæmt aðgerðalista sem ríkisstjórnin kynnti í dag. Þá á að létta á álagi á Landspítalanum með því að senda sjúklinga þaðan til heilbrigðisstofnana Suðurlands og Suðurnesja frá og með næstu viku. Heilbrigðisstofnun Vesturlands á einnig að aðstoða Landspítalann við mönnun fagfólks. Aðgerðirnir voru svar ríkisstjórnarinnar við viðvörunarorðum stjórnenda Landspítalans um mikið álag sem hefur meðal annars orðið til þess að starfsfólk hefur verið hvatt til að stytta sumarleyfi sitt. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, lýsti stöðunni í heilbrigðiskerfinu sem vonbrigðum eftir ríkisstjórnarfund í dag. Stóraukið fjármagn væri ekki eina lausnin á vanda heilbrigðiskerfisins. Spurði ráðherrann einnig hvers vegna ekki næðist meiri framleiðni þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. Rekinn fyrir lægri framlög en sambærileg sjúkrahús erlendis Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, ekki vita hvað ráðherrann ætti við þar. Allar bráðadeildir væru með í kringum 100% meðalnýtingu þrátt fyrir að alþjóðleg viðmið væru 85% nýting. „Við erum að reka spítalann á miklu lægri pening en tíðkast á sambærilegum sjúkrahúsum erlendis þannig að ég veit ekki alveg hvað átt er við þar,“ sagði Páll. Það væri þó rétt að samhæfing í heilbrigðiskerfinu gæti alltaf batnað en sagðist Páll telja að hún hefði gert það, meðal annars með nýrri heilbrigðisstefnu sem sett var í tíð þessarar ríkisstjórnar. Reynslan af kórónuveirufaraldrinum hafi orðið til að þétta raðirnar í heilbrigðiskerfinu enn frekar og sagðist Páll telja að samstarf og flæði í því yrði mun betra þegar faraldrinum lyki. Í vanda ef bylgjan verður verri Aðgerðirnar til að létta álagi á sjúkrahúsið sem kynntar voru í dag sagði Páll telja mikilvægar til að efla spítalann og heilbrigðiskerfið, sérstaklega til lengri tíma. Þær hjálpuðu líka að verulegu leyti í þeirri bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú stendur yfir strax á næstu dögum og vikum. Meginaflið í að svara bylgjunni nú væri þó starfsfólk Landspítalans sem vinni nótt og dag. Spurður að því hvort að hann hefði minni áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins nú eftir að tilkynningu ríkisstjórnarinnar sagði Páll að kerfið næði að anna núverandi bylgju faraldursins með alla starfsmenn á dekki. Ef faraldurinn þróaðist í samræmi við spálíkön ætti það að ráða við hann. „Það er ákveðin óvissa því að það er möguleiki að þessi bylgja verði erfiðari og þá erum við í vanda,“ varaði Páll við.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira