Trump: Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:01 Konan með fjólubláa hárið, Megan Rapinoe, í leik Bandaríkjanna og Ástralíu um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún skoraði tvö mörk í 4-3 sigri bandaríska liðsins. getty/Francois Nel Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að Megan Rapinoe og vinstri sinnuðu brjálæðingarnir í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta hafi kostað það gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Sjá meira