Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2021 07:25 Tímanovskaja er komin til Póllands þar sem henni hefur verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hún telur sig ekki örugga í heimalandinu. EPA-EFE/RADEK PIETRUSZKA POLAND OUT Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin hefur staðfest að Artur Sjímak og Yury Maísevits hafi þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Þeir voru yfirþjálfarar spretthlauparans Krystsínu Tímanovskaju sem vakti alþjóðlega athygli fyrir tæpri viku síðan þegar hún neitaði að fara um borð í flugvél á leið til Hvíta-Rússlands með liðsfélögum sínum. Tímanovskaja leitaði hælis í pólska sendiráðinu í Tókýó þar sem hún hefur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og er hún nú komin í öruggt skjól í Póllandi. Tímanovskaja hyggst sækja um pólitískt hæli í Póllandi. Ástæða þess að Tímanovskaja neitaði að fara um borð í flugvélina var sú að þjálfararnir skyndilega tóku hana úr Ólympíuliði Hvíta-Rússlands eftir, að hennar sögn, hún gagnrýndi þá á samfélagsmiðlinum Telegram fyrir að ætla henni að keppa í boðhlaupi. Beindi sjónum að versnandi ástandi í Hvíta-Rússlandi Tímanovskaja fór á Ólympíuleikana til að keppa í spretthlaupi en var skyndilega skráð í boðhlaup, að henni óafvitandi, og segir hún ástæðuna þá að liðsmenn í boðhlaupsliðinu hafi vantað keppnisleyfi vegna þess að tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir hafa neitað því og segja hana hafa verið tekna úr liðinu að læknisráði vegna andlegrar heilsu hennar. Málið er nú til rannsóknar hjá Alþjóðaólympíunefndinni en hefur beint sjónum heimsins aftur að heimalandi hennar. Mikill pólitískur óstöðugleiki hefur verið í Hvíta-Rússlandi undanfarið árið eftir að Alexander Lúkasjenka, forseti landsins, bar sigur úr bítum í forsetakosningum. Margir telja að hann hafi beitt víðtæku kosningasvindli en þetta er sjötta kjörtímabilið sem hann situr við völd, eða frá árinu 1994. Síðan 9. ágúst í fyrra hefur mikil mótmælaalda riðið yfir landið vegna niðurstöðu kosninganna og fjöldi fólks hefur flúið. Hafa skipað sérstaka rannsóknarnefnd Í tilkynningu greindi Alþjóðaólympíunefndin frá því að aðgangspassar þjálfaranna tveggja hafi verið fjarlægðir „til öryggis… fyrir vellíðan íþróttamanna Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands sem eru enn í Tókýó,“ sagði í tilkynningunni. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað til sérstaklega rannsóknarnefnd til að skoða mál Tímanovskaju en báðir þjálfararnir munu fá tækifæri til að tala máli sínu fyrir nefndinni. Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Thomas Bach sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ánægð að Tímanovskaja sé komin í öruggt skjól í Póllandi og sagði atvikið hafa verið hræðilegt.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01