Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 12:04 Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafa hingað til miklu leyti byggt á tillögum sóttvarnalæknis (í bakgrunni) til heilbrigðisráðherra (í forgrunni). Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Þetta kom fram í svari Þórólfs við spurningum fréttamanna á upplýsingafundi er hann var spurður um hvernig faraldurinn þurfi að þróast til þess að hann myndi leggja til harðari aðgerðir. Núverandi takmarkanir á samkomum gilda til 13. ágúst en á sama tíma sýnir sú bylgja sem nú er í gangi lítil merki um rénun. „Ég er í stöðugu sambandi við minn ráðherra, bæði formlega og óformlega. Ég held að það sé komið að því að stjórnvöld þurfi að huga vel að því til hvaða aðgerða eigi að grípa. Það er ekki víst að ég á þessum tímapunkti leggi til einhverjar ákveðnar aðgerðir. Við erum búin að ganga í gegnum þetta margoft með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til. Við vitum hvað virkar og hvað ekki,“ sagði Þórólfur. Boðar annað form á næsta minnisblaði Þær samkomutakmarkanir sem settar hafa á hér á landi frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hafa að miklu leyti tekið mið af þeim tillögum sem borist hafa heilbrigðisráðherra frá sóttvarnalækni, í formi minnisblaða, nú síðast 22. júlí síðastliðinn. Nú virðist Þórólfur hins vegar ætla að senda boltann til ríkisstjórnarinnar. „Ég held að það sé núna stjórnvalda að taka ákvörðun um það, að gefnu áhættumati og útliti, hvort stjórnvöld eru tilbúin til að grípa til harðra aðgerða til að kveða niður bylgjuna hérna niður eða ekki.“ Þannig að þú kemur ekki með tillögur á minnisblaði? „Ég geri það í aðeins öðru formi en áður býst ég við.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43