„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. ágúst 2021 11:57 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vilhelm gunnarsson Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Af þeim sem greindust smitaðir innanlands í gær voru 42 í sóttkví en 41 utan sóttkvíar við greiningu. 25 þeirra sem greindust í gær voru óbólusettir en hinir 58 voru fullbólusettir. Þá greindist einn smitaður við landamærin. Tveir voru lagðir inn á Landspítala með kórónuveiruna og eru því tólf á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Færri sýni tekin í gær en dagana á undan Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan. „Eins og við er að búast á þessum tíma árs og um þessa helgi þá voru sýnin 2.591 sem er alveg ágætt en auðvitað er það færri en hafa verið tekin undanfarna daga og því viðbúist að talan sé lægri en ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi.“ Hvað hafið þið verið að taka mörg sýni síðustu daga? „Síðustu daga hafa verið mun fleiri en þetta alveg frá 3.500 og upp úr.“ Ekki tækt að hrósa happi strax Hún á von á hærri smittölum eftir verslunarmannahelgina. „Ég held að við getum alveg búist við því. Við getum allavegana ekki byrjað að hrósa happi strax. Alls ekki.“ Mikið álag er á Covid-19 göngudeildinni sem sér um að hringja í og svara sýktum einstaklingum. Hjördís biður fólk sem er á tíunda degi einangrunar um að bíða rólegt eftir símtali frá lækni. Hafi fólk spurningar er bent á netspjallið. „Best er að lesa sér sjálft til um reglur. Vera rólegt og fara inn þá á netspjallið og spyrja þar og þá getum við reynt að hjálpa fólki eins og við hörfum gert síðustu mánuði.“ „Göngudeild Landspítalans heldur utan um þá aðila sem eru með Covid. Það er vont að vera að hringja mikið þangað því það er sími sem læknar nota til að losa fólk úr einangrun og til þess að fylgjast með fólki. Við skulum ekki gleyma því að það er verið að fylgjast með þeim sem eru lasnir.“ Áfram minnir hún á persónubundnar sýkingavarnir. „Það er orið ljóst að við þurfum að fara að passa sjálf upp á þetta. Við getum sent út endalaus tilmæli en ef við erum ekki sjálf að passa okkur þá gengur þetta aldrei upp.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17 Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00 „Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Sóttkvíarbrjótur handtekinn fyrir líkamsárás Tveir menn voru handteknir í Kópavogi eftir líkamsárás í nótt. Við handtökuna kom í ljós að annar þeirra ætti að vera í sóttkví. 1. ágúst 2021 07:17
Verslunarmannahelgi í farsóttarhúsi: „Ætli við stelpurnar tökum ekki bara Facetime og förum yfir stjörnuspána“ Margt ungt fólk mun verja verslunarmannahelginni í einangrun í farsóttarhúsi. Kona sem fréttastofa ræddi við ætlaði að skemmta sér á Djúpavogi um helgina en mun í staðinn skoða stjörnuspá í einangrun. 31. júlí 2021 21:00
„Ég er ekkert hrædd við þetta“ „Manni finnst maður mjög öruggur,“ segir heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Grund, sem trúir að bóluefnin séu þegar búin að breyta miklu um áhrif veirunnar á daglegt líf. Enginn hefur greinst smitaður af Covid-19 á Grund frá því á þriðjudaginn, þegar starfsmaður og tveir heimilismenn sendu heila deild í sóttkví. 31. júlí 2021 19:42