Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 20:00 Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir og Ásthildur Guðmundsdóttir. stöð2 Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
„Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15