Segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um tungu- og varahaft Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 20:00 Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir og Ásthildur Guðmundsdóttir. stöð2 Mæður barna sem fæðast með tunguhaft segja mikilvægt að fræða heilbrigðisstarfsfólk um vandann. Þær segja þekkingarleysi ríkja um þessi mál í heilbrigðiskerfinu og gagnrýna úrræðaleysi. Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
Tunguhaft er til staðar þegar himnan sem tengir tunguna við munnbotninn er óeðlilega strekkt og skerðir hreyfigetu tungunnar. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á tal, næringu og svefn barna. Brjóstagjöfin erfið Ásthildur eignaðist son í desember og var lengur á spítala en venjan er þar sem strákurinn tók ekki brjóstið. „Ég þurfti að gefa honum með sprautum og nota svona brjóstaskjöld til að gefa honum og svo ældi hann alveg rosalega. Allan daginn alla daga,“ sagði Ásthildur Guðmundsdóttir, móðir. Gekk á milli lækna Ásthildi var sagt að strákurinn væri einfaldlega klaufi að taka brjóst. Hún gekk á milli barnalækna og skurðlækna sem tóku eftir tunguhafti en töldu það ekki eiga að hafa áhrif á barnið. Það var ekki fyrr en hún fór á Tunguhaftsetrið sem henni fannst hlustað á hana. „Og þau kíkja upp í munninn á honum og það tók sirka tíu sekúndur að sjá að hann væri bæði með mikið tunguhaft og varahaft.“ Hún ákvað að láta skera á haftið og segir öll einkenni hafa horfið. „Sama dag þá hætti ég að nota brjóstaskjöldinn. Loksins gat hann tekið brjóstið og hann hætti að æla.“ Fór í tunguhaftsaðgerð á fullorðinsaldri Kristbjörg hefur alla tíð átt erfitt með tal. Hún kúgaðist við það eitt að tannbursta sig og fékk verki þegar hún tuggði. Hún ákvað að láta skera á haftið á fullorðinsaldri og einkennin hurfu. „Talið mitt skánar meira og meira með tímanum. Þó ég sé smámælt, það heyra það allir enda hef ég talað vitlaust í þrjátíu ár. En ég er mikið betri,“ sagði Kristbjörg Viglín Víkingsdóttir, móðir. Kristbjörg segir sömu sögu og Ásthildur. Hún gekk á milli lækna með bæði börn sín þar sem brjóstagjöfin gekk ekki og þau tóku ekki snuð. Hún endaði á því að leita til Tunguhaftssetursins. Kalla eftir umræðu Mæðurnar segja báðar að þekkingarleysi ríki um þessi mál hérlendis og gagnrýna úrræðaleysi. „Allir sem ég hef rætt við voru mjög hissa á þessu að þetta gæti haft svona mikil áhrif,“ sagði Ásthildur. „Þetta hefur svo mikið að segja um lífsgæði, sérstaklega fyrstu mánuði með barni. Hvað þá andlega hlið móðurinnar ef það tekur ekki brjóst. Það er hræðilegt,“ sagði Kristbjörg. „Mér finnst hvergi rætt um þetta í mæðravernd, ungbarnavernd né uppi á spítala. Ég held að það þurfi alveg að opna heilmikið á þessa umræðu,“ sagði Ásthildur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Sjá meira
„Tunguhaft getur haft áhrif á brjóstagjöf, hvernig þau borða mat og tal í framtíðinni“ Andrea Eyland gagnrýnir að ekki sé fast verklag þegar kemur að vara- og tunguhafti ungbarna. 24. september 2019 14:15