Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 21:00 Einar Aron, töframaður, hefur haldið töfranámskeið í allt sumar. stöð2 Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni. Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær. Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær.
Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00