Töfranámskeið fyrir eldri borgara slær í gegn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2021 21:00 Einar Aron, töframaður, hefur haldið töfranámskeið í allt sumar. stöð2 Eldri borgarar sóttu töfranámskeið í sólinni í dag. Töframaðurinn segir námskeiðin sporna gegn félagslegri einangrun og nemendurnir segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin með töfrabrögðum á næstunni. Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær. Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Töframaðurinn Einar Aron hefur haldið töfranámskeið fyrir eldri borgara í sumar við góðar undirtektir. „Þetta eru töfranámskeið þar sem ég kenni eldri borgurum töfrabrögð og svo sem öllum sem koma, starfsmönnum og öðrum, til að sporna gegn félagslegri einangrun. Hvetja þau til að efla hugann. Prófa eitthvað nýtt,“ segir Aron Einar Fjalarsson, töframaður. Töfrað í sólinni Þétt var setið í sólinni á námskeiði dagsins sem fór fram í Árskógum. Hvernig finnst ykkur töframaðurinn, er hann snjall? „Hann er skemmtilegur strákurinn. Við reynum að nasa upp allt sem verið er að bjóða upp á hérna,“ segir Guðmundur Tryggvi Sigurðsson. „Já, já við reynum að fylgjast með,“ bætir Skúli Helgason við. Nemendurnir sem ég ræddi við segjast vissir um að geta gabbað barnabörnin eftir þetta námskeið. Töfrar fram peningana Guðmundur lærði að breyta fimm þúsund krónum í tíu þúsund króna seðil. Verður þú ríkur á því? „Já, já ríkur á því. Og svo lærðum við að hnýta bandið. Tvöfaldur hnútur kominn,“ segir Guðmundur Tryggvi. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson hafði gaman að námskeiðinu.stöð2 Ætlar þú svo að töfra fyrir þitt fólk? „Já ég geri ráð fyrir því. Ég þarf að fara í sýningartúr.“ Á reipinu sem sést í myndbandinu er enginn hnútur þar til Guðni töfrar hann fram. „Nú kom hnútur sko,“ sýnir Guðni Guðmundsson í myndbandinu. „Hér er tíkall svo set ég hann í lófann. Enginn tíkall,“ sýnir Steinunn Sigurðardóttir. Heldur þú að hér séu upprennandi töframenn? „Ekki spurning. Þau geta að minnsta kosti slegið um sig í næstu fjölskylduboðum. Eða fyrir barnabörnin,“ segir Einar Aron. Ert þú upprennandi töframaður? „Það styttist í það,“ segir Guðmundur Tryggvi og hlær.
Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Álit eldri kynslóðarinnar á TikTok: „Að mörgu leyti finnst mér unga fólkið skemmtilegra en það eldra“ Fulltrúum eldri kynslóðarinnar sem fréttastofa ræddi við líst vel á samfélagsmiðilinn TikTok. Þeir segja unga fólkið í dag skemmtilegra en það eldra og ein gæti vel hugsað sér að stofna sinn eigin TikTok reikning. 27. júlí 2021 21:00