Flóðbylgjuviðvörun í gildi eftir að jarðskjálfti að stærð 8,2 skók Alaska Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2021 07:19 Talið er að skjálftinn hafi fundist víða nálægt upptökum hans. Bandaríska jarðvísindastofnunin Jarðskjálfti að stærð 8,2 mældist við strendur Alaska í morgun, samkvæmt tölum frá bandarísku jarðvísindastofnuninni. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út fyrir hluta ríkisins. Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Kraftmikli skjálftinn er sagður vera sá stærsti á svæðinu frá árinu 1964 og var staðsettur um 91 kílómetra austsuðaustur af Perryville í Alaska. Hann reið yfir um klukkan 22:15 að staðartíma, eða 6:15 að íslenskum tíma. Minnst tveir sterkir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, að stærð 6,2 og 5,6, samkvæmt bráðabirgðatölum jarðvísindastofnunarinnar. Flóðbylgjuviðvörun var meðal annars gefin út klukkan fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Viðvörunin var síðar felld úr gildi. Þá voru yfirvöld í viðbúnaðarstöðu á Hawaii vegna mögulegrar flóðbylgjuhættu en ályktuðu síðar að gögn bentu ekki til þess að hætta væri á ferðum. We have reviewed a M8.2 EQ 65 miles S of Perryville at 10:15 pm AKST. This event was felt throughout the Alaska Peninsula and Kodiak. For more information and to submit DYFI reports, please go to https://t.co/eyDYAW4cKo— Alaska Earthquake Center (@AKearthquake) July 29, 2021 Jarðskjálftinn fannst vel á Alaskaskaganum og Kodiak. Ekki er útlit fyrir að hann hafi valdið miklum skaða að svo stöddu. Um var að ræða grunnan jarðskjálfta sem mældist á 46,7 kílómetra dýpi, að því er fram kemur í frétt CNN. Samkvæmt flóðbylgjuviðvörunarmiðstöð Kyrrahafsins (PTWC) benda gögn til að flóðbylgja hafi myndast sem gæti valdið tjóni á strandsvæðum fjarri upptökum skjálftans. Lögregluyfirvöld í Kodiak, stærsta bænum á samnefndri eyju, hafa hvatt íbúa að færa sig upp á hærra land. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð í skóla. Unnið er að því að meta flóðbylgjuhættu annars staðar við strendur Bandaríkjanna og Kanada. Almannavarnir á Nýja-Sjálandi skoðuðu sömuleiðis hvort hætta væri á að flóðbylgja myndi lenda á ströndum landsins. Síðar var gefið út að lítil eða engin hætta væri þar á ferðum. From Kodiak Alaska Tsunami Sirens going off following the 7.9 Earthquake and the Tsunami Warning #kodiak #wawx #tsunamiwarning #tsunami #unitedstates #warning @ABC @ABCemergency @FoxNews pic.twitter.com/U4YkPon9Xk— WX- Western Washington (@WashingtonWAWX) July 29, 2021 Fréttin var uppfærð klukkan 14:30 með upplýsingum um stöðu flóðbylgjuviðvarana.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira