Hvað var það sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Arna Pálsdóttir skrifar 28. júlí 2021 09:00 Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Arna Pálsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun