Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 19:26 Hundblautur eftir sundsprett í Elliðaánum. Stöð 2 Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. „Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
„Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira