Pink býðst til að borga sekt norska liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2021 11:01 Norska liðið í stuttbuxunum sem það mátti ekki spila í. NORSKA HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ Norska strandhandboltalandsliðinu hefur borist aðstoð úr óvæntri átt í deilunni við Handknattleikssamband Evrópu, EHF, um klæðnað á mótum. Norska liðið fékk sekt frá EHF fyrir að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í strandhandbolta kvenna um þarsíðustu helgi. Samkvæmt reglum þurfa konur að spila í bikiníi en í þeim eru nákvæmar lýsingar á því hversu háar bikiníbuxurnar eiga að vera. Á meðan klæðast karlar klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Fyrir EM óskaði Noregur eftir því að spila í stuttbuxum en var tjáð að fyrir það fengi liðið sekt og því yrði jafnvel hent úr keppni. Norska liðið bakkaði þá en mætti svo til leiks í stuttbuxunum í bronsleiknum gegn Spáni. Fyrir það fékk Noregur samtals 1.500 evra sekt, sem nemur 220 þúsund íslenskum krónum. Söngkonan vinsæla Pink hefur nú blandað sér í málið. Í færslu á Twitter sagðist hún vera stolt af norska liðinu fyrir að mótmæla reglunum og segir að EHF ætti að fá sekt fyrir karlrembu. Þá bauðst hún til að borga sekt norska liðsins. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 EHF skoðar nú hvort breyta eigi reglunum umdeildu um klæðnað kvenna á mótum í strandhandbolta. Það verði gert í samstarfi við Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, en EHF fylgir því að málum. EHF stefnir að því að auka vinsældir strandhandbolta og segist vera tilbúið að hlusta á allar tillögur sem geti hjálpað til í þeim efnum. Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Norska liðið fékk sekt frá EHF fyrir að spila í stuttbuxum í lokaleik sínum á EM í strandhandbolta kvenna um þarsíðustu helgi. Samkvæmt reglum þurfa konur að spila í bikiníi en í þeim eru nákvæmar lýsingar á því hversu háar bikiníbuxurnar eiga að vera. Á meðan klæðast karlar klæðast hlýrabolum og stuttbuxum. Fyrir EM óskaði Noregur eftir því að spila í stuttbuxum en var tjáð að fyrir það fengi liðið sekt og því yrði jafnvel hent úr keppni. Norska liðið bakkaði þá en mætti svo til leiks í stuttbuxunum í bronsleiknum gegn Spáni. Fyrir það fékk Noregur samtals 1.500 evra sekt, sem nemur 220 þúsund íslenskum krónum. Söngkonan vinsæla Pink hefur nú blandað sér í málið. Í færslu á Twitter sagðist hún vera stolt af norska liðinu fyrir að mótmæla reglunum og segir að EHF ætti að fá sekt fyrir karlrembu. Þá bauðst hún til að borga sekt norska liðsins. I m VERY proud of the Norwegian female beach handball team FOR PROTESTING THE VERY SEXIST RULES ABOUT THEIR uniform . The European handball federation SHOULD BE FINED FOR SEXISM. Good on ya, ladies. I ll be happy to pay your fines for you. Keep it up.— P!nk (@Pink) July 25, 2021 EHF skoðar nú hvort breyta eigi reglunum umdeildu um klæðnað kvenna á mótum í strandhandbolta. Það verði gert í samstarfi við Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, en EHF fylgir því að málum. EHF stefnir að því að auka vinsældir strandhandbolta og segist vera tilbúið að hlusta á allar tillögur sem geti hjálpað til í þeim efnum.
Handbolti Norski handboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira