Nýja plata Flona full af frelsi og gleði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júlí 2021 11:29 Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út sína fjórðu plötu, Demotape 01. Vignir Daði Valtýsson Tónlistarmaðurinn Floni gaf í dag út plötuna Demotape 01. Um er að ræða sex laga plötu sem unnin er af fremstu framleiðendum landsins. Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni. Tónlist Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Floni lýsir plötunni sem ákveðnu formi af „mixtape-i“ sem hefur að geyma frelsi og gleði. Hann segir hugmyndina hafa komið út frá þeim óteljandi demó-lögum sem ekki hafa ratað inn á fyrri plötur. „Ég geri í kringum 200-300 demó lög á ári en það eru kannski 7-12 af þeim sem rata á plöturnar mínar, eftir meiri eftirvinnslu og því eru alltof mörg lög sem fá aldrei að líta dagsins ljós,“ segir hinn 23 ára gamli söngvari. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta hans fjórða plata. Fyrsta platan hans kom út árið 2017 og bar hún einfaldlega titilinn Floni. Hann fylgdi henni eftir með plötunni Floni 2 sem kom út árið 2019. Þá gaf hann út stuttskífuna Venus í apríl þessu ári, ásamt tónlistarmanninum Auði. Floni hefur þó fjarlægt plötuna af streymisveitunni Spotify, sökum ásakana á hendur Auðar um kynferðisofbeldi. Nýja platan inniheldur lögin Fokkessushitup!, Dansar vel, Hreinskilinn, Skinn við skinn og Komdu þér í fíling. Floni vann plötuna með nokkrum af fremstu framleiðendum landsins, þeim Young Nazareth, Mister Sir, Tommy og Izleif. Hér að neðan má hlusta á plötuna í heild sinni.
Tónlist Menning Mest lesið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira