Segja að Valur spili varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 17:00 Úr leik Vals og Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur féll þar úr leik og leikur á fimmtudag gegn Bodø/Glimt í forkeppni Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Bára Dröfn Noregsmeistarar Bodø/Glimt mæta Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn kemur. Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira
Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Sjá meira