Fólk er jákvæðara gagnvart sósíalisma en kapítalisma Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júlí 2021 10:31 Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun