Fólk er jákvæðara gagnvart sósíalisma en kapítalisma Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júlí 2021 10:31 Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands eru landsmenn jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Það munar þó ekki miklu. 31% segjast vera mjög eða frekar jákvæð gagnvart sósíalisma en 29% mjög eða frekar jákvæð gagnvart kapítalisma. Konur vilja sósíalisma En þegar svörunum er skipt eftir kynjum kemur í ljós að 37% karla eru jákvæða gagnvart kapítalisma en aðeins 18% kvenna. 41% kvenna er hins vegar jákvæða gagnvart sósíalisma en aðeins 24% karla. Karlar skiptast nokkur jafnt í afstöðu sinni til kapítalisma, 37% jákvæðir og 36% neikvæðir. Aðeins 18% kvenna eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 51% neikvæð. Og 24% karlanna eru jákvæðir gagnvart sósíalisma en 49% neikvæðir á meðan 41% kvennanna eru jákvæðar en aðeins 28% neikvæðar. Yngra fólk hlynntara sósíalisma Það er ekki hægt að sjá viðlíka mikinn mun eftir aldri, búsetu eða tekjum. Hin yngri, 18 til 29 ára, eru jákvæðari gagnvart sósíalisma (38%) en kapítalisma (31%). Og þau eru líka síður neikvæð gagnvart sósíalisma, 33% á móti 48% neikvæðni gagnvart kapítalisma. En þennan mun má líka sjá í næsta aldursflokk, 30-49 ára, þótt hann sé minni. Og þótt að ívið fleiri séu neikvæð gagnvart sósíalisma en kapítalisma meðal hinna eldri þá er fleiri meðal hinna elstu jákvæð gagnvart sósíalisma, 30%, á móti 25% sem eru jákvæð gagnvart kapítalisma. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu. Álíka margir eru jákvæðir gagnvart sósíalisma og kapítalisma á höfuðborgarsvæðinu en ívið fleiri jákvæð gagnvart sósíalisma úti á landi. Jákvæðari afstaða til sósíalisma með meiri menntun 24% fólks með grunnskólapróf segjast jákvæð gagnvart kapítalisma, jafn mörg og eru jákvæð gagnvart sósíalisma. Hjá fólki með framhaldskólamenntun eru 29% jákvæð gagnvart kapítalisma en 26% jákvæð gagnvart sósíalisma. 33% fólks með háskólamenntun eru jákvæð gagnvart kapítalisma en 40% gagnvart sósíalisma. Því meiri menntun, því jákvæðari afstaða til sósíalisma. Allir launaflokkar undir milljón á mánuði eru jákvæðari fyrir sósíalisma en kapítalisma og munar mestu hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar; þar er 37% jákvæðni gagnvart sósíalisma en 24% jákvæðni gagnvart kapítalisma. Hjá fólki með milljón eða meira snýst þetta við; 37% eru jákvæð gagnvart kapítalismanum en 28% jákvæð gagnvart sósíalisma. Og svipað má sjá varðandi stéttir. 42% stjórnenda eru jákvæð gagnvart kapítalisma en aðeins 17% jákvæð gagnvart sósíalisma. Meðal sérfræðinga, námsmanna og heimavinnandi fólks er á móti meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Þau sem fljóta ofan á sáttari við kapítalisma Samdregið þá eru karlar, betur launað fólk og hátt sett hrifnara af kapítalisma en sósíalisma. En konur, lægra launað fólk og lægra sett á vinnumarkaði er hrifnara að sósíalisma en kapítalisma. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þau sem fljóta ofan á hinu kapítalíska kerfi eru jákvæðari gagnvart kerfinu en þau sem verða undir því. Og þrátt fyrir linnulausan áróður gegn sósíalisma innan hins kapítalíska þjóðskipulags þá er staðreyndin sú að fólk almennt, fyrir utan hóp hinna best settu, er með jákvæðari afstöðu til sósíalisma en kapítalisma. Sjálfstæðisflokksfólk í sér deild MMR flokkar svörin líka eftir hvað fólk kaus síðast. Þar sést að jákvæð afstaða til kapítalisma einskorðast við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 62% kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 50% kjósenda Viðreisnar. Næstir koma Framsókn og Miðflokkur með 27% og Píratar með 20%. 12% kjósenda Samfylkingar og Flokks fólksins eru jákvæð gagnvart kapítalisma og 5% kjósenda VG. Þessu er síðan öfugt farið með sósíalismann. 64% kjósenda VG eru jákvæð gagnvart sósíalisma, 60% kjósenda Samfylkingarinnar og 51% Pírata. Síðan kemur Viðreisn með 19%, Framsókn með 13%, Flokkur fólksins með 12% og Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur með 6%. Kapítalisminn með lítið fylgi utan Valhallar Þar sem Sjálfstæðisflokksfólk er með afgerandi afstöðu og ólíka öðru fólki er freistandi að telja það frá. Þegar við gerum það kemur í ljós að meðal Sjálfstæðisflokksfólks eru 62% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 18% neikvæð. Á meðan að meðal allra annarra eru aðeins 20% jákvæð gagnvart kapítalismanum en 51% neikvæð. Og gagnvart sósíalismanum eru aðeins 6% kjósenda Sjálfstæðisflokksins jákvæð en 70% neikvæð á meðan á meðal allra annarra eru 39% jákvæð en 32% neikvæð. Það eru því ekki einkum vel launaðir karlar í háum stöðum sem lyfta kapítalismanum upp úr skítnum og halda aftur af sósíalismanum í almennri umræðu, heldur fyrst og fremst karlar í Sjálfstæðisflokknum, sem eru með hugmyndir um samfélagið sem eru rækilega á skjön við hugmyndir flestra annarra. Það magnaða er síðan að þessi fámenni hópur Sjálfstæðisflokksfólks með skrítnu skoðanirnar stjórnar ferðinni í samfélaginu. Nýfrjálshyggjan komin á öskuhaugana MMR spurði líka um afstöðu fólks til nýfrjálshyggju. Aðeins 14% landsmanna eru með jákvæða afstöðu til hennar en 52% neikvæða. Það er því ástæðulaust að eyða mörgum orðum á þessa stjórnmálaskoðun. Það er aðeins meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks sem finna má afgerandi meiri jákvæðni gagnvart nýfrjálshyggju en sósíalisma. Meðal stjórnenda sögðust 18% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 17% sósíalisma, en meðal allra annara hópa var mun meiri jákvæðni gagnvart sósíalisma en nýfrjálshyggju. Ef við klippum hið skrítna Sjálfstæðisflokksfólk aftur frá kemur í ljós að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru 20% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 39% neikvæð á meðan meðal allra hinna eru aðeins 11% jákvæð gagnvart nýfrjálshyggju en 57% neikvæð. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar