Vandræði Man Utd meiri en við fyrstu sýn: Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 13:01 Kirsty Smith, leikmaður Manchester United og skoska landsliðsins. Lewis Storey/Getty Images Það gengur allt á afturfótunum hjá kvennaliði Manchester United. Félagið er enn án þjálfara og leikmenn liðsins voru í fúlustu alvöru að íhuga verkfall nú þegar undirbúningur fyrir næstu leiktíð er að fara á fullt. Vísir greindi frá því nýverið að mikill glundroði ríki hjá félaginu. Leikmenn eru pirraðir hversu lengi það tekur að finna arftaka Casey Stoney ásamt því að þeir eru ósáttir með metnaðarleysi á leikmannamarkaðnum sem og með æfingaaðstöðu liðsins. Nýjustu upplýsingar The Athletic staðfesta að pirringurinn hefur verið að gerjast í dágóða stund. Stoney íhugaði að segja starfi sínu lausu rúmum tveimur mánuðum áður en hún lét verða af því í mars á þessu ári. Ræddi hún meðal annars við Ed Woodward um málið en hann sagði starfi sínu lausu skömmu síðar eftir afhroðið sem Ofurdeild Evrópu var. Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall til að vekja stjórnarmeðlimi félagsins af værum blundi. Þær telja aðstöðu sína á Carrington, æfingasvæði félagsins, ekki boðlega þar sem þær geta ekki skipt um föt né farið í sturtu á svæðinu. Einnig er völlurinn sem liðið æfir á ekki í sama gæðaflokki og aðrir vellir á svæðinu. Hann er illa drenaðru sem þýðir að hann verður þungur og erfitt er að æfa þar þegar hin víðsfræga Manchester-rigning lætur sjá sig. Þó forráðamenn kvennaliðsins segja þjálfaraleit vera í fullum gangi og að leikmenn verði sóttir í kjölfarið þá hefur Glazer fjölskyldan, eigendur Manchester United, aldrei haft mikinn áhuga á kvennaliði félagsins. Var kvennaliðið til að mynda lagt niður er fjölskyldan keypti Man Utd árið 2005. John Murtough tells @TheAthleticUK: Our commitment to #mufc women is total & we have ambitious plans in place that will help us to continue to be leaders and pioneers in the game. #mufc sources insist coach close & recruitment will be aggressive https://t.co/tDj7V0YPaA— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 10, 2021 „Það var aldrei í áætlunum okkar að taka þátt í kvennaknattspyrnu á hæsta stigi,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar á sínum tíma. Árið 2018 sá hún að sér og setti lið á laggirnar. Casey Stone var ráðin sem þjálfari og virðist sem hæfileikar hennar innan vallar sem utan hafi verið aðalástæða þess að liðið flaug upp í úrvalsdeildina og endaði svo í 4. sæti á eftir stórliðum Chelsea, Manchester City og Arsenal. Stoney gafst þó upp á að reyna búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít og sagði upp. Nú er ljóst að hver sem tekur við mun eiga í stökustu vandræðum að ógna toppliðum deildarinnar nema mikið breytist. Félagið hefur misst sína sterkustu leikmenn og nýr þjálfari þarf að byrja á því að sannfæra Lauren James – eina efnilegustu knattspyrnukonu Englands – að vera áfram í herbúðum liðsins en hún er orðuð við Chelsea annan hvern dag. Þá þarf að styrkja leikmannahópinn til muna en kvennalið Manchester United hefur ekki fjárfest í leikmanni í aðallið sitt síðan félagið samdi við Maríu Þórisdóttur þann 22. janúar síðastliðinn. Úrvalsdeild kvenna á Englandi skrifaði nýverið undir stærsta samning í sögu deildarinnar. Umfjöllun mun aukast til muna og áhorf ætti að aukast sömuleiðis á næstu leiktíð. Það virðist þó sem Man United ætli sér að berjast á botni deildarinnar frekar en toppi. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira
Vísir greindi frá því nýverið að mikill glundroði ríki hjá félaginu. Leikmenn eru pirraðir hversu lengi það tekur að finna arftaka Casey Stoney ásamt því að þeir eru ósáttir með metnaðarleysi á leikmannamarkaðnum sem og með æfingaaðstöðu liðsins. Nýjustu upplýsingar The Athletic staðfesta að pirringurinn hefur verið að gerjast í dágóða stund. Stoney íhugaði að segja starfi sínu lausu rúmum tveimur mánuðum áður en hún lét verða af því í mars á þessu ári. Ræddi hún meðal annars við Ed Woodward um málið en hann sagði starfi sínu lausu skömmu síðar eftir afhroðið sem Ofurdeild Evrópu var. Leikmenn íhuguðu að fara í verkfall til að vekja stjórnarmeðlimi félagsins af værum blundi. Þær telja aðstöðu sína á Carrington, æfingasvæði félagsins, ekki boðlega þar sem þær geta ekki skipt um föt né farið í sturtu á svæðinu. Einnig er völlurinn sem liðið æfir á ekki í sama gæðaflokki og aðrir vellir á svæðinu. Hann er illa drenaðru sem þýðir að hann verður þungur og erfitt er að æfa þar þegar hin víðsfræga Manchester-rigning lætur sjá sig. Þó forráðamenn kvennaliðsins segja þjálfaraleit vera í fullum gangi og að leikmenn verði sóttir í kjölfarið þá hefur Glazer fjölskyldan, eigendur Manchester United, aldrei haft mikinn áhuga á kvennaliði félagsins. Var kvennaliðið til að mynda lagt niður er fjölskyldan keypti Man Utd árið 2005. John Murtough tells @TheAthleticUK: Our commitment to #mufc women is total & we have ambitious plans in place that will help us to continue to be leaders and pioneers in the game. #mufc sources insist coach close & recruitment will be aggressive https://t.co/tDj7V0YPaA— Adam Crafton (@AdamCrafton_) July 10, 2021 „Það var aldrei í áætlunum okkar að taka þátt í kvennaknattspyrnu á hæsta stigi,“ sagði í yfirlýsingu fjölskyldunnar á sínum tíma. Árið 2018 sá hún að sér og setti lið á laggirnar. Casey Stone var ráðin sem þjálfari og virðist sem hæfileikar hennar innan vallar sem utan hafi verið aðalástæða þess að liðið flaug upp í úrvalsdeildina og endaði svo í 4. sæti á eftir stórliðum Chelsea, Manchester City og Arsenal. Stoney gafst þó upp á að reyna búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít og sagði upp. Nú er ljóst að hver sem tekur við mun eiga í stökustu vandræðum að ógna toppliðum deildarinnar nema mikið breytist. Félagið hefur misst sína sterkustu leikmenn og nýr þjálfari þarf að byrja á því að sannfæra Lauren James – eina efnilegustu knattspyrnukonu Englands – að vera áfram í herbúðum liðsins en hún er orðuð við Chelsea annan hvern dag. Þá þarf að styrkja leikmannahópinn til muna en kvennalið Manchester United hefur ekki fjárfest í leikmanni í aðallið sitt síðan félagið samdi við Maríu Þórisdóttur þann 22. janúar síðastliðinn. Úrvalsdeild kvenna á Englandi skrifaði nýverið undir stærsta samning í sögu deildarinnar. Umfjöllun mun aukast til muna og áhorf ætti að aukast sömuleiðis á næstu leiktíð. Það virðist þó sem Man United ætli sér að berjast á botni deildarinnar frekar en toppi.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Sjá meira