Lögreglan mátti ekki vísa georgískum tannlækni úr landi Árni Sæberg skrifar 12. júlí 2021 18:14 Lögreglan á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Kærunefnd útlendingamála hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um að vísa georgískum ferðamanni úr landi úr gildi. Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Tannlæknirinn georgíski kom hingað til lands þann 1. júní 2021 frá Gdansk í Póllandi en hann hefur gilt dvalarleyfi þar í landi til 2024. Við komu hans til landsins tilkynnti landamæravörður lögreglu að komufarþegi frá Georgíu væri óbólusettur og skoðuðu lögreglumenn málið nánar. Við skoðun á ferðagögnum tannlæknisins kom í ljós að hann væri með vegabréf frá Georgíu og skírteini til staðfestingar á því að hann hefði dvalarleyfi í Póllandi. Aðspurður sagðist maðurinn vera óbólusettur, ekki hafa fengið Covid-19 sjúkdóminn en framvísað gildu neikvæðu PCR-prófi. Uppgefnar ástæður tannlæknisins um komu til landsins voru metnar af lögreglu þannig að þær væru ekki gildar ástæður fyrir inngöngu í landið. Lögreglan vísaði til bráðabirgðarákvæðis í reglugerð um för yfir landamæri þess efnis að útlendingar sem koma frá löndum utan EES eða EFTA þurfi að sýna fram á „brýnar erindagjörðir“ til að fá inngöngu í landið. Fór heim á eigin kostnað Tannlæknirinn samþykkti að kaupa sér sjálfur farmiða til baka og fór með flugi til Varsjár, skömmu eftir miðnætti þann 2. júní 2021. Hann kærði ákvörðun lögreglu til kærunefndar útlendingamála þann 2. júní 2021 en meðfylgjandi kæru voru athugasemdir mannsins ásamt fylgigögnum. Í greinargerð vísar tannlæknirinn til þess að hann sé georgískur ríkisborgari með dvalarleyfi í Póllandi. Honum hafi verið vísað frá Íslandi hinn 1. júní 2021 og hann hafi ekki fengið lögmætar skýringar á ákvörðuninni. Hann hafi fylgt leiðbeiningum um fyrirhugaða landgöngu á Íslandi, meðal annars um forskráningu og neikvæða niðurstöðu úr Covid-prófi. Þá hafi hann jafnframt verið tilbúinn að fara í sóttkví í fimm daga. Vísar maðurinn til þess að tilgangur dvalar hafi verið að heimsækja vini og ferðast um landið auk þess sem hann sé menntaður tannlæknir og hafi ætlað sér að skoða atvinnumöguleika hérlendis. Eigi hann rétt á því að fá skýringar á hinni kærðu ákvörðun en tilkominn kostnaður vegna hennar hafi allur lent á honum. Augljóst frá upphafi að ekki mætti vísa manninum úr landi Í niðurstöðum kærunefndar útlendingamála segir að tannlæknirinn hafi uppfyllt allar reglur um komu til landsins samkvæmt lögum um útlendinga. Þá hafi hann einnig fylgt öllum Covid-19 tengdum reglum. Enn fremur segir nefndin að bráðabirgðaákvæði í reglugerð um för yfir landamæri geti ekki átt við um manninn þar sem georgískir ríkisborgarar þurfa ekki að framvísa vegabréfsáritun við komu til Ísland. Auk þess er maðurinn EES-borgari þar sem Pólland er meðlimur í Evrópusambandinu en hann hefur dvalarleyfi í Póllandi. Með vísan til alls ofangreinds felldi kærunefnd útlendingamála ákvörðun lögreglustjórans á Suðurlandi úr gildi. Nefndin ávítir lögregluna einnig og bendir á að upplýsingar sem benda til að ekki hafi verið leyfilegt að vísa manninum úr landi hafi legið fyrir allt frá upphafi.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira