Oftast eru vinsældir af hinu góða, en ekki alltaf Ole Anton Bieltvedt skrifar 12. júlí 2021 11:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur síðustu mánuði verið vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Fylgi manna við hana, hennar vinsældir, hafa náð til allt að 67% landsmanna. En, hvernig má það vera? Fylgi hennar eigin flokks er ekki nema 11,9%, skv. könnun MMR 6. júlí sl., og hafði þá hrapað úr 16,9% í síðustu kosningum, niður í þetta. Nánast þriðjungur fylgisins horfið. Fyllsta ástæða er til að velta því fyrir sér, hvað hér hefur gerzt. Flokkur forsætisráðherra í dúndrandi falli, en forsætisráðherra sjálfur í fínustu málum. Þessu þurfa menn, kjósendur 25. september, að velta fyrir sért. Kannske var svarið og skýringin akkúrat að koma, nú í nýrri skoðanakönnun Maskínu á vegum fréttastofu Sýnar. Niðurstaðan er, að 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknar- manna eru ánægðir með ríkisstjórnina, og þar með, eða sérstaklega, með forsætisráðherrann, á sama tíma og aðeins 29% af stuðningsmönnum hennar eigin flokks eru ánægðir með ríkisstjórnina, og, væntanlega þá um leið, með hana. 71% á móti. Í stjórnmálum myndast vinsældir og óvinsældir ekki aðeins af því, hvaða stefnumálum stjórnmálamenn og flokkar hafa, heldur, öllu fremur, af því, hvaða stefnu þeir fylgja í framkvæmd. Yfirleitt eru stjórnmálamenn sæmilega heilir og sjálfum sér samkvæmir í stjórnaraðstöðu, og njóta þeir þá fulls stuðnings síns flokks og sinna kjósenda. En, í öðrum tilvikum gefa stjórnmálamenn eftir sína eigin stefnu og beygja sig undir vilja og stefnumál annarra manna og flokka, kannske til að komast í ríkisstjórn og ráðherrastóla. Í gegnum valdaaðstöðuna hyggjast þeir svo væntanlega koma sinni stefnu nokkuð að. Sýna lit. Réttlæta alla vega eftirgjöfina með því. Sú staðreynd, að ríkisstjórnin og forsætisráðherra njóta stuðnings 88% sjálfstæðismanna og 82% framsóknarmanna, sýnir auðvitað og sannar, að þessi ríkisstjórn, undir forystu og forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hefur einmitt í öllum megin atriðum fylgt stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á sama hátt og óánægja 71% af stuðningsmönnum Vinstri grænna sýnir, að ríkisstjórnin hefur einmitt ekki fylgt stefnu þess flokks, jafn kaldhæðnislegt og ömurlegt og það er. Hinar miklu vinsældir forsætisráðherra byggjast því augljóslega á fylgi og vinsældum meðal þeirra, sem ættu að vera pólitískir andstæðingar, en urðu, vegna undanlátssemi og stefnusvika forsætisráðherra, að fylgismönnum og samherjum. Fyrir undirrituðum, eru þetta einhverjar hörmulegustu vinsældir sem völ er á. Rétt er að tíunda hér nokkuð þau helztu stefnumál, sem Vinstri grænir þóttust hafa, vorir kosnir út á, og hvernig um þau fór: - Friðun hvala, þá einkum langreyðar, sem engin önnur þjóð í veröldinni leyfir veiðar á. Í stað friðunar, veitti ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur umfangmestu hvalveiðileyfi, sem sögur fara af; drepa mátti 2.130 dýr á tímabilinu 2019 til 2023. Það var reyndar sjávarútvegsráðherra, sem veitti þetta forkastanlega leyfi, en auðvitað ber forsætisráðherra ábyrgð á gjörðum allra sinna ráðherra, og verður að teljast af og frá, að þessi leyfisveiting hefði farið fram gegn einbeittum vilja forsætisráðherra. - „Stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu“, eins og segir í stjórnarsáttmála. Vilji til að fylgja stefnu var greinilega til staðar í byrjun, en úr þessu grunnstefnumáli Vinstri grænna varð ekkert. Eftirgjöf og undanlátssemi virðist hér hafa tekið völd. - „Stórfellt átak í loftslagsmálum“. Þetta líka stóra baráttumál VG - kannske það stærsta, sem átti að vera – endaði í niðurstöðu, sem fyrir undirrituðum er nánast lágkúra; 1,4 milljarði skyldi varið til loftslagsverndar á ári í 5 ár. Þessi fjárhæð er innan við 0,2% af ríkisútgjöldunum, og miðað við verga þjóðarframleiðslu 0,07%. Það er langt frá því, að það sé eitthvað stórkostlegt við þessa ráðstöfun, en þessi árangur er einn örfárra, sem VG náði fram, sumir hefðu sagt með lítilli sæmd. - Endurskoða átti lög um vernd, friðun og veiðar villtra dýra. Þetta komst þó inn í stjórnarsáttmálann, en ekki lengra. Í framkvæmdinni datt botninn úr þessu líka. - Stjórnarskrána átti líka að endurskoða, en hér fóru mál á sama veg; forsætisráðherra sat upp i með eitthvert eigið frumvarp, sem lítils eða einskis stuðnings naut. Forsætisráðherra sætti sig við, að öllum þessum málum, sem þó hafði verið samið um, væri ýtt út af borðinu, þegar til kom og á reyndi. Þetta var allt í anda sjálfstæðismanna og Framsóknar, en gegn stefnu Vinstri grænna. Árangurinn liggur nú fyrir; forsætisráðherra nýtur mikill vinsælda með sjálfstæðismanna og Framsóknar, en lítilla meðal eigin flokksmanna. Augljóst er, að ekki eru allar vinsældir af hinu góða.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun