Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2021 21:44 Aðeins tæpur þriðjungur kjósenda VG sem svöruðu könnuninni sagðist hlynntur áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi. Afstaðan er allt önnur meðal kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna tveggja. Grænu súlurnar tákna hlutfall kjósenda sem eru hlynntir samstarfinu eftir kosningar en rauðu þá sem eru mótfallnir því. Ragnar Visage Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. Stuðningsmenn VG eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Heilt yfir segjast 46,4 prósent svarenda vilja að ríkisstjórnarsamstarfið haldi áfram en 53,6 prósent eru því mótfallin. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Tekjulægstir og Reykvíkingar vilja ríkisstjórnina burt Þegar litið er til búsetu eru íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, sem og íbúar á Suðurlandi og Reykjanesi, hlynntastir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi eða rétt tæp 53 prósent á báðum svæðum. Íbúar í Reykjavík eru neikvæðastir; tæp 58 prósent aðspurðra Reykvíkinga vilja ekki að ríkisstjórnin haldi áfram á nýju kjörtímabili. Þá eru tæp 70 prósent tekjulægsta hópsins, þ.e. með mánaðartekjur undir 400 þúsund krónum, andvíg áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarinnar en þegar litið er til tekna er sá hópur áberandi neikvæðastur í garð samstarfsins eftir kosningar. Svarendur með næsthæstu tekjurnar, þ.e. mánaðartekjur á bilinu ein milljón til 1,199 milljónir, eru jákvæðastir; tæp 55 prósent vilja ríkisstjórnina áfram á næsta kjörtímabili, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Sjá meira
Stuðningsmenn VG eru þannig á öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna flokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Heilt yfir segjast 46,4 prósent svarenda vilja að ríkisstjórnarsamstarfið haldi áfram en 53,6 prósent eru því mótfallin. Þá eru konur aðeins hlynntari samstarfinu en karlar; 48 prósent kvenna vilja ríkisstjórnina áfram en 45 prósent karla. Tekjulægstir og Reykvíkingar vilja ríkisstjórnina burt Þegar litið er til búsetu eru íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, sem og íbúar á Suðurlandi og Reykjanesi, hlynntastir áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi eða rétt tæp 53 prósent á báðum svæðum. Íbúar í Reykjavík eru neikvæðastir; tæp 58 prósent aðspurðra Reykvíkinga vilja ekki að ríkisstjórnin haldi áfram á nýju kjörtímabili. Þá eru tæp 70 prósent tekjulægsta hópsins, þ.e. með mánaðartekjur undir 400 þúsund krónum, andvíg áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarinnar en þegar litið er til tekna er sá hópur áberandi neikvæðastur í garð samstarfsins eftir kosningar. Svarendur með næsthæstu tekjurnar, þ.e. mánaðartekjur á bilinu ein milljón til 1,199 milljónir, eru jákvæðastir; tæp 55 prósent vilja ríkisstjórnina áfram á næsta kjörtímabili, samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Innlent Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Innlent Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Flakk á fylginu og brunamótamatið vanáætlað Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Veita engar upplýsingar um tilboðið í Háholt Nýju tilboði í Háholt svarað með gagntilboði Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði um tíu prósent árið 2024 Tveir skjálftar úti á Reykjaneshrygg Sjá meira