Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júlí 2021 12:01 Julilan Assange sést hér koma fyrir dóm í London í apríl í fyrra. Getty/Jack Taylor Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs. Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er ein þeirra sem skrifar undir yfirlýsinguna og segir markmiðið að vekja athygli á hörmulegri stöðu Julians Assange í breska fangelsinu þar sem hann hefur dvalið í tvö ár. „Við erum ekki að finna upp hjólið heldur elta þingmenn annara ríkja. Það hafa komið fram þverpólitískar yfirlýsingar frá þingmönnum á ástralska þinginu, Þýskalandi, Bretlandi og víðar. Við erum að fylgja í fótspor þeirra,“ segir Helga Vala. Engin viðbrögð hafi enn fengist frá Bandaríkjamönnum. „Ég hef aðeins skrifað um þetta á síðustu árum og ekki fengið nein viðbrögð við því. Nú komum við saman, þingmenn flestra flokka á Alþingi, og sendum frá okkur þessa yfirlýsingu sem hefði auðvitað getað verið mun harðorðari.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Stöð 2/Einar Þingmenn úr röðum Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Flokks fólksins skrifa undir yfirlýsinguna auk eins þingmanns Vinstri grænna, Ara Trausta Guðmundssonar. Sum sé enginn úr Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum né Miðflokknum. Helga Vala segir að málið sé ekki flokkspólitískt en öllum hafi staðið til boða að skrifa undir. „Það boð var ítrekað en þingmenn þessara flokka vildu ekki vera með. Ég átti kannski von á því að það kæmu fleiri frá VG en gott og vel. Það er einn þingmaður frá þeim sem ég auðvitað fagna. Það skiptir máli að þetta sé þverpólitísk yfirlýsing. Það hefur verið með svipuðum hætti annars staðar. Eins og í Þýskalandi þar sem öfgaflokkurinn var ekki með á yfirlýsingunni. Þetta er svipuð tilhneiging, klárlega,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér: Afhending yfirlýsingar þverpólitísks hóps íslenskra þingmanna vegna Julian Assange, rannsóknarblaðamanns og stofnanda Wikileaks. Í dag sendi þverpólitískur hópur íslenskra þingmanna sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi yfirlýsingu þar sem skorað er á bandarísk stjórnvöld að fella niður ákæru á hendur rannsóknarblaðamanninum og stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Feta þingmennirnir þar í fótspor hópa þingmanna frá ýmsum þjóðþingum, sem með sambærilegum yfirlýsingum hafa að undanförnu ákallað bandaríkjastjórn að fella niður ákærur á hendur rannsóknarblaðamanninum, sem gæti, verði hann fundinn sekur, verið dæmdur til 175 ára fangelsisvistar fyrir störf sín. Julian Assange hefur nú um tveggja ára skeið setið í rammgirtasta fangelsi Bretlands, Belmarsh fangelsinu, þar sem eingöngu dvelja hættulegustu einstaklingar þar í landi; hryðjuverkamenn, morðingjar og þeir sem framið hafa ofbeldisfyllstu glæpina. Ber að minna á að Assange hefur enn ekki hlotið dóm, heldur snýst mál hans í Bretlandi enn um það hvort hann verður framseldur til Bandaríkjana eða ekki. Hafnaði breskur undirréttur beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal Assange en Hæstiréttur Bretlands hefur nú heimilað áfrýjun á þeirri synjun og því mun Assange enn um hríð sitja í þessu rammgerða fangelsi. Vert er að minna á að hann hvorki almenns réttar fanga í Bretlandi er varðar það að fá að hitta sína nánustu né vera í nauðsynlegum samskiptum við lögmenn sína. Þá hafa breskir þingmenn, með Jeremy Corbyn fremstan í flokki, gert tilraun til að fá að hitta Assange í fangelsinu en án árangurs.
Mál Julians Assange Bandaríkin Alþingi Utanríkismál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent