Aldrei hafa jafn margar íbúðir selst yfir ásettu verði frá 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 09:16 Eftirspurn á fasteignamarkaði heldur áfram að aukast. Vísir/Vilhelm Enn er mikil eftirspurn á fasteignamarkaði. Sölutími íbúða heldur áfram að styttast, fasteignaverð hefur hækkað um allt land, auglýstar eignir hafa ekki verið færri í fjögur ár og hefur leiguverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað í fyrsta skipti í níu mánuði. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hækkanir á fasteignaverði eru áfram meiri en sem nemur aukningu kaupmáttar undangengna mánuði og hefur svokölluð vísitala paraðra viðskipta hækkað um 18,3 prósent fyrir sérbýli og 17,1 prósent fyrir fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarna tólf mánuði. Á landsbyggðinni hækkaði sérbýli um 14,5 prósent og fjölbýli um 4,6 prósent. Þá hefur sölutími fasteigna styst um land allt og hefur sölutími á höfuðborgarsvæðinu undanfarna þrjá mánuði að jafnaði verið 38 dagar. Á landbyggðinni hefur sá tími verið talsvert lengri, eða 78 dagar. Fleiri taka óverðtryggð húsnæðislán 32 prósent íbúða á landinu öllu seldist yfir ásettu kaupverði í maí og er það methlutfall frá upphafi mælinga í janúar 2013. Hlutfallið var hæst fyrir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu, eða um 42, prósent á meðan 37,2 prósent fjölbýla seldust yfir ásettu verði. Á landsbyggðinni seldust 8 prósent fjölbýla og 17 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur jafnframt hækkað í fyrsta sinn í níu mánuði en leiguverð á svæðinu lækkaði tímabundið vegna heimsfaraldursins. Leiguverð hækkaði um 0,6 prósent í síðasta mánuði en í nágrenni Reykjavíkur hefur leiguverð staðið í stað undanfarna 12 mánuði en það hækkaði um 6,5 prósent á landsbyggðinni. Þá hefur hlutdeild óverðtryggða lána af heildaríbúðarlánum haldið áfram að hækka en hún jókst úr 46 prósentum í apríl upp í 54,1 prósent í maí. Þá er enn mikið um endurfjármögnun verðtryggða lána með óverðtryggðum. „Stýrivaxtalækkanir Seðlabankans hafa sett mark sitt á vaxtastig fastra og breytilegra vaxta á óverðtryggðum íbúðarlánum. Hrein ný útlán bankanna hafa aukist hratt en undangengna 12 mánuði lánuðu þeir 393 milljarða króna til húsnæðiskaupa,“ segir í tilkynningunni.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56 Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29 Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Landsbankinn hækkar vexti íbúðalána Landsbankinn hefur ákveðið að hækka vexti nýrra óverðtryggðra íbúðalána með föstum vöxtum um 0,10 til 0,15 prósentustig. 7. júlí 2021 17:28
Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. 25. júní 2021 16:56
Sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um 36 prósent á milli ára Enn eru mikil umsvif á fasteignamarkaði miðað við árstíma og ýmsir mælikvarðar gefa til kynna að eftirspurnarþrýstingur sé enn mikill. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð alls hækkað um 11,6 prósent á höfuðborgarsvæðinu og hefur verð á sérbýli í miðbæ Reykjavíkur hækkað um heil 36 prósent á milli ára. 16. júní 2021 08:29