Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2021 06:48 „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin.“ Getty Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“ Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Hlutfallið var 61 prósent fyrir sama tímabil árið 2020 en um áramótin færðust skimanirnar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Landspítala. Samkvæmt svörum sem Vísi bárust frá landlæknisembættinu er mætingin „langt undir ásættanlegu viðmiði“, sem er 70 til 75 prósent. Það er Samhæfingarstöð krabbameinsskimana sem ber ábyrgð á boðun í skimun fyrir brjóstakrabbameinum en framkvæmdin er á ábyrgð Landspítala. Samkvæmt svörum landlæknisembættisins má líklega rekja hina dræmu mætingu til byrjunarörðugleika eftir flutning verkefnisins frá Krabbameinsfélaginu. „Mæting var dræm í janúar og febrúar enda hafði ekki verið boðað fyrir áramótin og verið að taka upp nýtt verklag,“ segir meðal annars og bent á að ný Brjóstamiðstöð við Eiríksgötu tók í raun ekki til starfa fyrr en í apríl. Ljóst að traustið hefur beðið hnekki „Boðun hefur gengið nokkuð vel en það eru sóknarfæri í að samhæfa frekar vinnu Samhæfingarmiðstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgrsvæðisins sem sér um boðun og Landspítala sem ber ábyrgð á framkvæmd. Um leið og ferlar hafa verið slípaðir til og framboð af tímum er orðið gott er brýnt er að ráðast í kynningarátak til að efla mætingu,“ segir í svörum landlæknisembættisins. „Ljóst er að í raun þarf stöðug hvatning til kvenna að vera í gangi og þurfa allir þeir aðilar sem koma að skimunum fyrir krabbameinum að taka saman höndum um það. Embætti landlæknis vill nefna að það hefur lagt til við heilbrigðisráðuneytið að aftur verði tekinn upp þráðurinn við að kynna breytt fyrirkomulag skimana en ráðuneytið leiddi kynningarstarf í lok liðins árs. Ljóst er að gera þarf enn betur. Mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að krabbameinsskimunum koma, þ.e. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, kvensjúkdómalæknar, Landspítali, embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið taki höndum saman við að endurvinna traust á krabbameinsskimunum en það traust hefur beðið hnekki að undanförnu.“
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Landspítalinn Heilsugæsla Kvenheilsa Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira