Við fáum úrslitaleik á milli Messi og Neymar eftir vítakeppni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2021 07:45 Lionel Messi og liðsfélagar hans fagna hér sigri í vítakeppninni í nótt. AP/Andre Penner Argentína komst í nótt í úrslitaleik Suðurameríkubikarsins eftir sigur á Kólumbíu í vítakeppni í seinni undanúrslitaleik keppninnar. Argentína mætir Brasilíu í úrslitaleiknum. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar Fótbolti Copa América Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Argentína vann vítakeppnina 3-2. Neymar fékk því ósk sína uppfyllta að mæta Lionel Messi og félögum hans í úrslitaleiknum á Maracana leikvanginum. Argentínumenn eru að reyna að vinna sinn fyrsta stóra titil síðan þeir unnu Suðurameríkukeppnina árið 1993. Captain showing the shootout hero some love pic.twitter.com/A4dVFnc0s2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Emiliano Martinez var hetja argentínska liðsins því hann varð þrjár vítaspyrnur í vítakeppninni. Martinez var lengi varamarkvörður Arsenal en átti frábært fyrsta tímabil með Aston Villa í vetur. Martinez varði vítaspyrnur frá þeim Davinson Sanchez, Yerry Mina og Edwin Cardona Lionel Messi lagði upp mark Argentínu sem Lautaro Martínez skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins. Þetta var fimmta stoðsending Messi í keppninni. Luis Díaz náði að jafna metin á 61. mínútu og fleiri mörk voru ekki skoruð. Messi komst næst því að tryggja Argentínu sigurinn en skot hans endaði í stönginni. We re FINALLY going to get Messi vs. Neymar pic.twitter.com/m2bmyHYyB2— B/R Football (@brfootball) July 7, 2021 Messi skoraði úr sinni vítaspyrnu sem var fyrsta spyrna argentínska liðsins í vítaspyrnukeppninni. Rodrigo De Paul klikkaði á spyrnu númer tvö en Leandro Paredes og Lautaro Martínez skoruðu báður úr sínum. Argentínumenn tóku aðeins fjórar vítaspyrnur því þeir voru komnir í úrslitaleikinn þegar Emiliano Martinez varði fimmtu spyrnu Kólumbíumanna frá Cardona. Martinez grét af gleði eftir leikinn. „Þetta er frábært lið sem við erum að fara að mæta og liðið sem flestir halda að vinni. Við erum hins vegar með frábæran þjálfara, besta leikmann heims og munum reyna að vinna,“ sagði Emiliano Martinez í leikslok. Þetta er fyrsti úrslitaleikur Copa Ameríca á milli stórveldanna Brasilíu og Argentínu síðan árið 2007 þegar Brasilía vann 3-0 sigur. Argentínumenn hafa tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum sínum en Brasilíumenn eru ríkjandi meistarar
Fótbolti Copa América Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Sjá meira