Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2021 12:35 Gatnamót Vestfjarðavegar og Bíldudalsvegar á Dynjandisheiði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði. Kaflinn á Dynjandisheiði sem Vegagerðarmenn stefndu á að byrja á í sumar er fjórtán kílómetra langur. Núna er gert ráð fyrir að hann verði boðinn út á næsta ári.Grafík/Ragnar Visage Sveitarstjórnir Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar ásamt stjórn Vestfjarðastofu hvetja Alþingi, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Vegagerðina til að taka höndum saman og finna leið til að flýta framkvæmdum á Dynjandisheiði eins og kostur er. Dynjandisheiði megi ekki við töfum. Horft yfir framkvæmdasvæðið sem unnið er á í sumar.Vegagerðin „Hin mikla framkvæmd Dýrafjarðargöng mun ekki nýtast til fulls fyrr en vegur um Dynjandisheiði er fullgerður frá Mjólká í Vatnsfjörð ásamt Bíldudalsvegi. Um er að ræða nýjan veg í stað 70 ára gamals vegar sem ekki hefur notið nema lágmarks viðhalds frá upphafi. Heilsárstenging milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða skiptir miklu máli fyrir vaxandi atvinnulíf og samfélag á Vestfjörðum. Hér skipta máli mánuðir og ár og því mikilvægt að bjóða út næsta áfanga strax á þessu ári þar sem sú framkvæmd tekur 2-3 ár,“ segir í ályktuninni. Frá vegagerð sem núna stendur yfir á Dynjandisheiði. Lónfell í baksýn.Vegagerðin Í frétt Stöðvar 2 nýlega kom fram að Vegagerðin hefði fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki væru til peningar í verkið. Vegagerðarmenn höfðu gefið til kynna að byrjað yrði á fjórtán kílómetra kafla yfir háheiðina í sumar. Sagði vegamálastjóri að í staðinn yrði reynt að lengja þann kafla sem núna væri unnið að. Í frétt frá Vegagerðinni í framhaldinu um framgang verksins segir að ákveðið hafi verið að leita eftir framkvæmdaleyfi fyrir viðbót við núverandi framkvæmd. Viðbótin sé tveir kílómetrar að lengd. Við það detti út einbreið brú og veglína verði umtalsvert betri ásamt bættum vegamótum við Bíldudalsveg en þar sé ætlunin að byggja upp sexhundruð metra kafla. Í frétt Stöðvar 2 sagðist vegamálastjóri gera ráð fyrir að næsti áfangi yrði boðinn út á næsta ári. Vegagerðin segir að hann sé tólf kílómetra langur og á áætlun á árinu 2022. Það sé 2-3 ára verkefni. Frá vegagerð á Dynjandisheiði. Unnið að kafla meðfram Þverdalsá. Gamli vegurinn til vinstri.Vegagerðin „Framkvæmdasvæðið er frá nýbyggingu við Þverdalsá og nánast að Neðra-Eyjarvatni en verklok á þessum áfanga gætu orðið undir árslok 2023 eða snemma árs 2024. Síðasti áfanginn á heiðinni er 7 km langur og er á áætlun 2023 en það er 1-2 ára verk,“ segir Vegagerðin. Nýtt vegstæði skorið inn í bergið á leiðinni niður í Penningsdal í Vatnsfirði. Breiðafjörður í baksýn.Vegagerðin Vestfjarðastofa og vestfirsku sveitarfélögin segja hins vegar í sinni ályktun að æskilegt væri að bjóða út alla framkvæmdina í einu til að flýta framkvæmdum og ekki síður til að ná fram eins mikilli hagkvæmni og hægt sé. Hvert útboð kosti tíma og peninga auk þess sem fyrirsjáanleiki hljóti að vera æskilegur fyrir framkvæmdaaðila einnig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Vegagerð Dýrafjarðargöng Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Tálknafjörður Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Kaflinn á Dynjandisheiði sem Vegagerðarmenn stefndu á að byrja á í sumar er fjórtán kílómetra langur. Núna er gert ráð fyrir að hann verði boðinn út á næsta ári.Grafík/Ragnar Visage Sveitarstjórnir Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Súðavíkurhrepps, Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar ásamt stjórn Vestfjarðastofu hvetja Alþingi, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Vegagerðina til að taka höndum saman og finna leið til að flýta framkvæmdum á Dynjandisheiði eins og kostur er. Dynjandisheiði megi ekki við töfum. Horft yfir framkvæmdasvæðið sem unnið er á í sumar.Vegagerðin „Hin mikla framkvæmd Dýrafjarðargöng mun ekki nýtast til fulls fyrr en vegur um Dynjandisheiði er fullgerður frá Mjólká í Vatnsfjörð ásamt Bíldudalsvegi. Um er að ræða nýjan veg í stað 70 ára gamals vegar sem ekki hefur notið nema lágmarks viðhalds frá upphafi. Heilsárstenging milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða skiptir miklu máli fyrir vaxandi atvinnulíf og samfélag á Vestfjörðum. Hér skipta máli mánuðir og ár og því mikilvægt að bjóða út næsta áfanga strax á þessu ári þar sem sú framkvæmd tekur 2-3 ár,“ segir í ályktuninni. Frá vegagerð sem núna stendur yfir á Dynjandisheiði. Lónfell í baksýn.Vegagerðin Í frétt Stöðvar 2 nýlega kom fram að Vegagerðin hefði fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki væru til peningar í verkið. Vegagerðarmenn höfðu gefið til kynna að byrjað yrði á fjórtán kílómetra kafla yfir háheiðina í sumar. Sagði vegamálastjóri að í staðinn yrði reynt að lengja þann kafla sem núna væri unnið að. Í frétt frá Vegagerðinni í framhaldinu um framgang verksins segir að ákveðið hafi verið að leita eftir framkvæmdaleyfi fyrir viðbót við núverandi framkvæmd. Viðbótin sé tveir kílómetrar að lengd. Við það detti út einbreið brú og veglína verði umtalsvert betri ásamt bættum vegamótum við Bíldudalsveg en þar sé ætlunin að byggja upp sexhundruð metra kafla. Í frétt Stöðvar 2 sagðist vegamálastjóri gera ráð fyrir að næsti áfangi yrði boðinn út á næsta ári. Vegagerðin segir að hann sé tólf kílómetra langur og á áætlun á árinu 2022. Það sé 2-3 ára verkefni. Frá vegagerð á Dynjandisheiði. Unnið að kafla meðfram Þverdalsá. Gamli vegurinn til vinstri.Vegagerðin „Framkvæmdasvæðið er frá nýbyggingu við Þverdalsá og nánast að Neðra-Eyjarvatni en verklok á þessum áfanga gætu orðið undir árslok 2023 eða snemma árs 2024. Síðasti áfanginn á heiðinni er 7 km langur og er á áætlun 2023 en það er 1-2 ára verk,“ segir Vegagerðin. Nýtt vegstæði skorið inn í bergið á leiðinni niður í Penningsdal í Vatnsfirði. Breiðafjörður í baksýn.Vegagerðin Vestfjarðastofa og vestfirsku sveitarfélögin segja hins vegar í sinni ályktun að æskilegt væri að bjóða út alla framkvæmdina í einu til að flýta framkvæmdum og ekki síður til að ná fram eins mikilli hagkvæmni og hægt sé. Hvert útboð kosti tíma og peninga auk þess sem fyrirsjáanleiki hljóti að vera æskilegur fyrir framkvæmdaaðila einnig. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:
Vegagerð Dýrafjarðargöng Samgöngur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Tálknafjörður Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Vilja hefja vegagerð í sumar á hæsta hluta Dynjandisheiðar Vegagerðin stefnir að því að bjóða út í vor stærsta áfangann í endurbyggingu Vestfjarðavegar yfir Dynjandisheiði. Vegarkaflinn er á hæsta hluta heiðarinnar og þykir mikilvægt að sumarið nýtist til framkvæmda. 13. apríl 2021 22:22
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent