Að minnsta kosti 150 létust í fleiri en 400 skotárásum yfir þjóðhátíðarhelgina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júlí 2021 07:39 Í New York hefur byssuglæpum fjölgað um 40 prósent það sem af er ári. epa/Justin Lane Að minnsta kosti 150 létust í yfir 400 skotárásum í Bandaríkjunum síðastliðna helgi, þegar landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum 4. júlí. Enn er verið að uppfæra tölurnar, sem ná yfir 72 klukkustunda tímabil frá föstudegi til sunnudags. Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Samkvæmt lögrelguyfirvöldum í New York dró reyndar saman í byssuofbeldinu frá fyrra ári en 26 létust í 21 skotárás síðustu helgi, samanborið við 30 dauðsföll í 25 árásum í fyrra. Á sjálfan fullveldisdaginn létust þrettán í tólf skotárásum, samanborið við átta dauðsföll í átta skotárásum árið 2020. Skotárásum í borginni hefur fjölgað um 40 prósent milli ára almennt. Í Chicago voru 83 skotnir, þar af 14 drepnir, frá því kl. 18 á föstudag og til kl. 6 á mánudagsmorgun. Meðal særðu voru fimm og sex ára stúlkur. Samkvæmt CNN áttu nokkrar „fjöldaárásir“ sér stað um helgina en þá er átt við árás þar sem fjórir eða fleiri deyja eða særast, að árásarmanninum undanskildum. Átta særðust í skotárás nærri bílaþvottastöð í Fort Worth í Texas á sunnudagsmorgun, þegar átök brutust út milli hópa manna. Einn mannanna gekk á brott og snéri svo aftur með byssu og hóf að skjóta á hóp fólks. Nokkrir skutu til baka. Lögregla segir flesta særðu hafa verið einstaklinga sem áttu leið hjá. Í Norfolk í Virginíu voru fjögur börn skotin á föstudag. Börnin eru talin munu ná fullum bata en lögregla hefur handtekið meintan árásarmann, 15 ára gamlan dreng. Einn lést og ellefu særðust, þar af tveir alvarlega, þegar skotið var á fólk í hverfispartý í Toledo í Ohio og sunnudag. Látni var 17 ára og hinir alvarlega særðu 19 ára og 51 árs. Þá létust tveir unglingspiltar og þrír særðust í skotárás í Cincinnati á sunnudag og í Dallas sinnti lögregla tveimur útköllum vegna skotárása, þar sem samtals fimm urðu fyrir skoti og þrír létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Skaut golfþjálfara með tvo látna á pallinum Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum leitar nú einstaklings sem skaut golfþjálfarann Gene Siller til bana á golfvelli norður af borginni á laugardag. Viðkomandi er einnig grunaður um að hafa orðið tveimur öðrum að bana. 5. júlí 2021 07:53