Ekkert bendir til þess að gosið sé að hætta Árni Sæberg skrifar 5. júlí 2021 21:52 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segist engin teikn sjá um að gosinu sé að ljúka. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræðum, segir ekkert benda til þess að eldgosið í Fagradalsfjalli hætti á næstunni. Þorvaldur Þórðarson ræddi eldgosið á Reykjanesi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að gosið sé að klárast segir hann ekki neitt benda til þess enda sé enn stöðugt hraunflæði í gosinu sem heldur áfram jafnt og þétt. Stundum er flæðið undir skorpunni sem þá lyftist upp og stundum er yfirborðsflæði í til dæmis Nátthaga og Geldingadölum. Engu breytir um virkni eldgossins að gígurinn sé í öðrum fasa. „Gígurinn hefur breytt um fasa einu sinni enn, núna eru að koma lengri pásur í þessari sjáanlegu virkni í gígnum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir upplýsingar um hraunflæði fást úr hitanæmum myndavélum gervitungla. Þær sýna farvegi hraunsins hvort sem þeir eru sjáanlegir á yfirborðinu eða ekki. Hins vegar er ómögulegt að greina neðanjarðarfarvegi þegar mikið yfirborðsflæði hrauns er enda mettast hitanemar gervitunglanna, hverjum er ekki ætlað að nema svo mikinn hita. Enn langt í að hraunið flæði yfir Suðurstrandarveg Þorvaldur segir hraunflæðið enn þá vera bak við stífluna í Nátthaga svo ekki sé hætta á að hraunið flæði yfir Suðurstrandaveg í bráð. „Það þarf allavega einhverja fjóra metra í viðbót áður en það fer yfir stífluna svo það er talsvert í það,“ segir hann. Hann segir þó það eina sem geti komið í veg fyrir að hraunið fari yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála vera að gosið hætti. Einungis séu vikur eða mánuðir í að hraunið nái þangað. Aðspurður um hugmyndir um að reisa einhverskonar mannvirki til að verja Suðurstrandarveg gegn hraunflæði segir Þorvaldur: „Mér finnst alveg þess virði að skoða allt svona. Í raun og veru er þetta tiltölulega einföld jafna, ef það er ávinningur af því, ef við höldum Suðurstrandarvegi opnum sem skiptir máli ekki bara fyrir einstök byggðarlög heldur flutninga og annað í landinu og það kostar pening að byggja vegi. Ef svona aðgerð sparar okkur pening þá eigum við að fara í hana.“ Gosmóðan ekki sambærileg móðuharðindum Spurður út í gosmóðuna sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hvort megi líkja henni saman við móðuharðindin segir Þorvaldur að kalla megi móðuna „minimóðuharðindi“ með mikilli áherslu á smækkunarforskeytið. „Í móðuharðindunum vorum við með á hverjum degi útstreymi brennisteinsdíoxíð á skalanum nokkur hundruð þúsund til milljón tonn. Núna erum við með svona fjögur þúsund tonn,“ segir Þorvaldur. Hann segir samt sem áður að styrkur mengunarinnar aukist eftir því sem nær kemur gosstöðvunum og að Reykjavík sé nokkuð nálægt þeim. Því megi búast við því að fólk finni fyrir menguninni á stórreykjavíkursvæðinu. Því eigi fólk að hafa það í huga, ef það sér móðu, að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við að hafa glugga lokaða. Það sem kemur upp úr gígnum er brennisteinsdíoxíð sem síðan hvarfast við vatnsgufu í andrúmsloftinu og myndar brennisteinssýru. „Bara orðið sýra ætti að segja okkur nóg, þetta er ekkert sérstaklega hollt,“ segir Þorvaldur. Landslag verði tilkomumikið eftir eldgosið. Þorvaldur segir engan vafa á því að eldgosið sé að mynda hella sem munu minna á hella á borð við Raufarhólshelli og Surtshelli. „Ef það heldur áfram mjög lengi, ef við erum að tala um áratugi frekar en ár þá náttúrulega endar með því að það býr til fjall þarna. Hversu hátt það er fer eftir því hversu lengi gosið stendur yfir,“ segir Þorvaldur. Þá nefnir hann sem dæmi að með núverandi flæði hrauns í eldgosinu tæki það um fimmtíu ár að búa til fjall á stærð við Skjaldbreið. Hlýða má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan: Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Þorvaldur Þórðarson ræddi eldgosið á Reykjanesi í Reykjavík síðdegis í dag. Aðspurður hvort eitthvað bendi til þess að gosið sé að klárast segir hann ekki neitt benda til þess enda sé enn stöðugt hraunflæði í gosinu sem heldur áfram jafnt og þétt. Stundum er flæðið undir skorpunni sem þá lyftist upp og stundum er yfirborðsflæði í til dæmis Nátthaga og Geldingadölum. Engu breytir um virkni eldgossins að gígurinn sé í öðrum fasa. „Gígurinn hefur breytt um fasa einu sinni enn, núna eru að koma lengri pásur í þessari sjáanlegu virkni í gígnum,“ segir Þorvaldur. Þorvaldur segir upplýsingar um hraunflæði fást úr hitanæmum myndavélum gervitungla. Þær sýna farvegi hraunsins hvort sem þeir eru sjáanlegir á yfirborðinu eða ekki. Hins vegar er ómögulegt að greina neðanjarðarfarvegi þegar mikið yfirborðsflæði hrauns er enda mettast hitanemar gervitunglanna, hverjum er ekki ætlað að nema svo mikinn hita. Enn langt í að hraunið flæði yfir Suðurstrandarveg Þorvaldur segir hraunflæðið enn þá vera bak við stífluna í Nátthaga svo ekki sé hætta á að hraunið flæði yfir Suðurstrandaveg í bráð. „Það þarf allavega einhverja fjóra metra í viðbót áður en það fer yfir stífluna svo það er talsvert í það,“ segir hann. Hann segir þó það eina sem geti komið í veg fyrir að hraunið fari yfir Suðurstrandarveg og Ísólfsskála vera að gosið hætti. Einungis séu vikur eða mánuðir í að hraunið nái þangað. Aðspurður um hugmyndir um að reisa einhverskonar mannvirki til að verja Suðurstrandarveg gegn hraunflæði segir Þorvaldur: „Mér finnst alveg þess virði að skoða allt svona. Í raun og veru er þetta tiltölulega einföld jafna, ef það er ávinningur af því, ef við höldum Suðurstrandarvegi opnum sem skiptir máli ekki bara fyrir einstök byggðarlög heldur flutninga og annað í landinu og það kostar pening að byggja vegi. Ef svona aðgerð sparar okkur pening þá eigum við að fara í hana.“ Gosmóðan ekki sambærileg móðuharðindum Spurður út í gosmóðuna sem nú liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hvort megi líkja henni saman við móðuharðindin segir Þorvaldur að kalla megi móðuna „minimóðuharðindi“ með mikilli áherslu á smækkunarforskeytið. „Í móðuharðindunum vorum við með á hverjum degi útstreymi brennisteinsdíoxíð á skalanum nokkur hundruð þúsund til milljón tonn. Núna erum við með svona fjögur þúsund tonn,“ segir Þorvaldur. Hann segir samt sem áður að styrkur mengunarinnar aukist eftir því sem nær kemur gosstöðvunum og að Reykjavík sé nokkuð nálægt þeim. Því megi búast við því að fólk finni fyrir menguninni á stórreykjavíkursvæðinu. Því eigi fólk að hafa það í huga, ef það sér móðu, að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við að hafa glugga lokaða. Það sem kemur upp úr gígnum er brennisteinsdíoxíð sem síðan hvarfast við vatnsgufu í andrúmsloftinu og myndar brennisteinssýru. „Bara orðið sýra ætti að segja okkur nóg, þetta er ekkert sérstaklega hollt,“ segir Þorvaldur. Landslag verði tilkomumikið eftir eldgosið. Þorvaldur segir engan vafa á því að eldgosið sé að mynda hella sem munu minna á hella á borð við Raufarhólshelli og Surtshelli. „Ef það heldur áfram mjög lengi, ef við erum að tala um áratugi frekar en ár þá náttúrulega endar með því að það býr til fjall þarna. Hversu hátt það er fer eftir því hversu lengi gosið stendur yfir,“ segir Þorvaldur. Þá nefnir hann sem dæmi að með núverandi flæði hrauns í eldgosinu tæki það um fimmtíu ár að búa til fjall á stærð við Skjaldbreið. Hlýða má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Reykjavík síðdegis Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira