Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. júlí 2021 11:35 Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans. Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis. Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær. Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Eins og fréttastofa greindi frá í maí stefnir í metár í fæðingum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að 5000 börn fæðist í ár, sem eru 500 fleiri en í fyrra. Mikið aukning hefur orðið í þjónustu á Landspítala vegna þessa að sögn Huldu Hjartardóttur, yfirlæknis fæðingaþjónustu á Landspítalanum. „Það hafa komið álagstoppar núna nýlega sem var við að búast því það var búið að spá fleiri fæðingum núna í sumar en oft áður,“ segir Hulda. Þannig hafi verið nokkuð mikið álag á fæðingardeildinni. „Það lýsir sér þannig að það getur verið erfitt að koma konum fyrir á fæðingardeildinni, af því það er ekki sérstaklega mikið pláss, og svo getur líka verið að okkur vanti starfsfólks og þá þarf að kalla út meira fólk og það er alltaf erfiðara á sumrin,“ segir Hulda og bætir við að starfsfólk sé í sumarleyfum og því oft ekki í bænum. Á síðustu vikum hafi því verið brugðið á það ráð í nokkur skipti að leita til nágrannasjúkrahúsa. „Til dæmis til Akraness, sem er svipuð fæðingardeild og okkar, og stungið upp á því við konur eftir að það er búið að ræða við þær og fara yfir áhættuþætti og sjá hvort það sé eitthvað sem mælir á móti því, að sjá hvort það sé möguleiki hvort það myndi henta þeim að fæða þar. Þá erum við auðvitað að hugsa um að reyna fá sem besta umönnun fyrir konuna,“ segir Hulda. Sem fyrr segir verður 2021 að öllum líkindum metár í fæðingum á Íslandi. Þetta eru þá Covid-börnin ? „Já, það má alveg kalla þau það,“ segir Hulda og hlær.
Heilbrigðismál Akranes Landspítalinn Heilbrigðisstofnun Vesturlands Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira