Traust til lögreglu Brynjar Níelsson skrifar 1. júlí 2021 12:07 Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Traust til lögreglu skiptir samfélagið miklu máli. Það traust ávinnur lögreglan sér með vönduðum vinnubrögðum sem sæti endurskoðun ef ástæða er til. Afgreiðsla lögreglu af málum verður að byggjast á hlutlægni og samræmi í vinnubrögðum óháð því hver á í hlut. Það er því mikið áhyggjuefni ef slíkra hlutlægnissjónarmiða er ekki gætt og rannsókn mála og afgreiðsla litast af pólitískum viðhorfum eða fordómum einstakra lögreglumanna. Fordómar við lögreglustörf Í Ásmundarsafnsmálinu hefur Nefnd um lögreglustörf bent á þessu sjálfsögðu atriði. Rannsókn á samtölum lögreglumanna sem í hlut áttu á vettvangi, leiðir í ljós að þeir voru strax farnir að leggja drög að fréttatilkynningu við komuna á staðinn. Þar skipti mestu máli að þarna voru að mati lögreglumannanna sjálfra, „sjálfstæðis framapotarar“ og þjóðþekktir einstaklingar. Eins og oft vill verða þegar fordómar villa mönnum sýn þá verður sannleikurinn í aukahlutverki. Í fréttatilkynningunni var því upphaflega haldið fram að um einkasamkvæmi hefði verið að ræða þar sem reglum um fjöldatakmarkanir voru ekki virtar. Þetta reyndist hvort tveggja rangt og hefði væntanlega komið í ljós ef lögreglumennirnir hefðu gætt hlutlægra vinnubragða í stað þess að reyna að koma höggi á fólk á grundvelli pólitískra viðhorfa. Búkmyndavélar Það er auðvelt að gagnrýna störf lögreglu. Lögreglumenn eru bundir þagnaskyldu og eru oft að glíma við krefjandi aðstæður þar sem þarf að taka skjótar ákvarðanir. Sem lögmanni á sínum tíma þótti mér það oft erfitt að sjá lögreglumenn, jafnvel vera vikið úr starfi tímabundið, á meðan rannsókn fór fram á ásökunum sem síðan reyndist enginn fótur fyrir. Þá hefði verið gott að geta gripið til búkmyndavélar þar sem atvik hefðu legið fyrir. Notkun þessarar búkmyndavéla er því gríðarlega réttarbót fyrir lögreglumenn. Það er hins vegar alger forsenda fyrir því að þessar búkmyndavélar hafi hagnýtt gildi, að lögreglumenn séu ekki handvelja sjálfir efni þeirra eftir á og eyða út efni sem þeir telja óæskilegt. Þar með hafa þessar búkmyndavélar enga þýðingu. Viðbrögð formanns Landssambands lögreglumanna kemur mér því verulega á óvart. Svo toppar formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins alla vitleysuna þegar hann telur rétt að þingmenn þeirrar nefndar athugi hvort niðurstaða eftirlitsnefndar með störfum lögreglu standist lög og reglur. Það er ekki á þeirra sviði og þingmenn örugglega síst til þess fallnir að kveða uppúr um það hvort niðurstaða stjórnsýslunefnda sé lögfræðilega rétt eða röng. Meðferð sönnunargagna Það sem er þó verst við þetta allt saman er ekki sú staðreynd að lögreglumenn láta eigin viðhorf hafa áhrif á hvernig þeir haga störfum sínum, heldur það ef fiktað er við sönnunargögn mála. Það sem fram kemur í búkmyndavél eru sönnunargögn. Lögreglumenn sem telja það ekki eftir sér að breyta sönnunargögnum ef þau henta þeim ekki eru afleitir lögreglumenn. Þetta mál vekur upp spurningar um það hvort að það sé virkilega þannig að hér á landi séum við með einstaklinga innan lögreglunnar sem breyta sönnunargögnum ef svo ber undir. Ef svo er komið fyrir íslensku lögreglunni er hætt við að traust hennar bíði alvarlegan hnekki til mikils tjóns fyrir íslenskt samfélag. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun