„Þetta er grafalvarlegt mál“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2021 14:37 Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. VÍSIR/SIGURJÓN Á þriðja tug kvenna hafa kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála. Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Um áramótin fluttust skimanir fyrir leghálskrabbameini frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Óhætt er að segja að síðan þá hafi málin verið í miklum ólestri en bið eftir niðurstöðu úr leghálssýnatöku er þrír mánuði. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að á þriðja tug kvartana hafi borist umboðsmanni vegna málsins. Telja að brotið hafi verið á sér „Frá þá bæði konum sem telja að brotin hafi verið á sér réttur og þeirra öryggi jafnvel ógnað og síðan þá ábendingar sem eru almennar eðlis og þeirra á meðal er ábending frá félagi kvensjúkdómalækna,“ segir Skúli. Málið hafi verið til skoðunar hjá heilbrigðisráðherra og Alþingi. Skúli lítur svo á að vandinn hafi verið viðurkenndur og að verið sé að bregðast við honum. Umboðsmaður Alþingis fylgist þó áfram vel með gangi mála. Í morgun hafi hann átt fund með Ernu Bjarnadóttur forsvarsmanni Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna og Gunnari Bjarna Ragnarssyni formanni félags krabbameinslækna. „Að mínu mati er þessi fundur til marks um það að umboðsmaður tekur þetta mál alvarlega. Við höfum verið að fylgjast með málinu og erum að því og munum gera það áfram,“ segir Skúli. Heilsa kvenna í húfi Ef vandinn verði áfram til staðar og ekki brugðist við af hálfu stjórnvalda hafi umboðsmaður úrræði til að bregðast við með. „Staðan er þannig að mínu mati að það er verið að vinna að lausn vandans og þá fylgjumst við með því í hæfilegri fjarlægð og gefum stjórnvöldum svigrúm til að vinna sína vinnu.“ Málið sé grafalvarlegt. „Þetta er grafalvarlegt mál. Hér er heilsa kvenna í húfi og þetta er mikill fjöldi sýna sem við erum að tala um þannig auðvitað er ekki annað hægt að segja en að þetta sé grafalvarlegt mál,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Umboðsmaður Alþingis Kvenheilsa Tengdar fréttir Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05 Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Áttu „mjög góðan“ fund með umboðsmanni „Hann hefur verið að fylgjast með málinu, er að gera það og mun gera það,“ segir Erna Bjarnadóttir, forsvarsmaður Facebook-hópsins Aðför að heilsu kvenna, sem fundaði með Umboðsmanni Alþingis nú í morgun. 30. júní 2021 13:05
Með frumubreytingar og einkenni en sýninu engu að síður hent Kona sem greindist með frumubreytingar í leghálsi í júní í fyrra og hefur verið með dæmigerð einkenni leghálskrabbameins fær sýnið sitt ekki rannsakað. Ákvörðun þess efnis var tekin af Kristjáni Oddssyni, yfirmanni Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 26. júní 2021 11:32