Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fataskiptiaðstöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 19:45 Huppuís ehf. rekur fimm ísbúðir en í einni þeirra fór fram rafræn vöktun í fataskiptiaðstöðu starfsmanna, sem margir hverjir eru undir lögaldri. Vísir/Vilhelm Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar sem DV greindi fyrst frá. Málið kom inn á borð Persónuverndar eftir að starfsmaður kvartaði undan vöktuninni. Þá kvartaði hann einnig yfir að merkingum um rafræna vöktun hafi verið ábótavant og að starfsmönnum ísbúðarinnar hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina eða þeir fengið fræðslu um réttindi sín í tengslum við hana. Var starfsmanninum sagt upp störfum í kjölfar kvörtunarinnar. Meðal þess sem tekið var tillit til við ákvörðun sektarinnar var að brotin voru mörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri en þeir eiga að njóta sérstakrar verndar. Þá kemur fram í ákvörðuninni að atvinnurekendur beri fulla ábyrgð á því að rekstur þeirra samrýmist settum lögum og reglum á hverjum tíma. Þeim væri því skylt að tryggja viðunandi starfsumhverfi og réttindi starfsmanna sinna. Því gæti fyrirtækið ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum. Þá var sektin þyngd vegna þess að brot Huppu vörðuðu hagsmuni barns. Huppuís hefur einnig verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hefur verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefur fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar. Persónuvernd Réttindi barna Ís Verslun Tengdar fréttir Ísbúðir fá á baukinn vegna skorts á upplýsingum Ísbúðirnar Brynjuís, Huppa, Joylato, Hafís og Eldur & ís hafa gerst brotleg við lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með ófullnægjandi upplýsingagjöf um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum. 6. október 2020 11:11 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar sem DV greindi fyrst frá. Málið kom inn á borð Persónuverndar eftir að starfsmaður kvartaði undan vöktuninni. Þá kvartaði hann einnig yfir að merkingum um rafræna vöktun hafi verið ábótavant og að starfsmönnum ísbúðarinnar hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina eða þeir fengið fræðslu um réttindi sín í tengslum við hana. Var starfsmanninum sagt upp störfum í kjölfar kvörtunarinnar. Meðal þess sem tekið var tillit til við ákvörðun sektarinnar var að brotin voru mörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri en þeir eiga að njóta sérstakrar verndar. Þá kemur fram í ákvörðuninni að atvinnurekendur beri fulla ábyrgð á því að rekstur þeirra samrýmist settum lögum og reglum á hverjum tíma. Þeim væri því skylt að tryggja viðunandi starfsumhverfi og réttindi starfsmanna sinna. Því gæti fyrirtækið ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum. Þá var sektin þyngd vegna þess að brot Huppu vörðuðu hagsmuni barns. Huppuís hefur einnig verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hefur verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefur fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar.
Persónuvernd Réttindi barna Ís Verslun Tengdar fréttir Ísbúðir fá á baukinn vegna skorts á upplýsingum Ísbúðirnar Brynjuís, Huppa, Joylato, Hafís og Eldur & ís hafa gerst brotleg við lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með ófullnægjandi upplýsingagjöf um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum. 6. október 2020 11:11 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Ísbúðir fá á baukinn vegna skorts á upplýsingum Ísbúðirnar Brynjuís, Huppa, Joylato, Hafís og Eldur & ís hafa gerst brotleg við lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með ófullnægjandi upplýsingagjöf um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum. 6. október 2020 11:11